Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 192
190
Ritdómar.
[Skírnir
hormon; raðkvæmur: successiv; háttkvæmur: rhythmisk; bilkvæm-
ur: periodisk; þanþol: elasticitet; fjarvísi: telepathie; hlutstæður:
concret; heildstæður: collectiv; einstæður: individnal; samsvörun:
correlation; útleitur: extravert; innleitur: introvert; strípihneigð:
exhibitionismus. Þessi dæmi, sem tekin eru af handahófi, sýna í
einu, hve höfundur er orðhagur og smekkvís og fundvís á að nota
þau orð, sem fyrir eru í málinu, i nýjum merkingum.
Eins sakna eg þó í ritinu: enginn sérstakur kafli er þar um að-
ferðir sálarfræðinnar. Reyndar er mörgum aðferðum hennar lýst
í ýmsum samböndum hér og þar í ritinu. En þó virðist mér sem
verkið hefði mikið grætt á því, ef gerð hefði verið sérstaklega
grein fyrir hinum helztu aðferðum sálarfræðinnar og þær flokk-
aðar. Framför sérhverrar vísindagreinar er ekki aðeins fólgin í auk-
inni þekkingu, heldur einnig í æ öruggari leiðum eða aðferðum til
þess að afla þekkingar og útiloka villur. Af þessum ástæðum virð-
ist mér, að sérstakur kafli um aðferðir sálarfræðinnar hefði verið
vel til þess fallinn að sýna fram á þróun þessarar fræðigreinar og
sívaxandi fjölbreytni í rannsóknarháttum sálfræðinga, og jafn-
framt verið lesendum og nemendum til mikillar leiðbeiningar við
sjálfsnám. Sömuleiðis sakna eg þess, að eigi er orðasafn aftan við
ritið yfir helztu fræðiorð og íslenzk nýyrði, með tilvitnunum í
þær greinar, þar sem orðin koma fyrir, eins og var í fyrri útgáf-
unni.
Ágúst H. Bjarnason er brautryðjandi í heimspekilegum fræðum
hér á landi. Allir þeir, sem við þessi fræði fást og rita um þau á
íslenzku, standa í mikilli þakklætisskuld við starf hans. Þetta síð-
asta og mesta ritverk hans, sem margra ára vinna liggur á bak við,
hefir tekizt á þann veg, að það eitt myndi nægja til þess að halda
nafni hans lengi á lofti. Og þótt bókin sé stór og dýr, efast eg ekki
um, að hún nái sömu vinsældum og útbreiðslu og fyrri rit höfund-
ar. Hún er kjarngóð og beinsvíkur engan. Hún mun ekki aðeins
koma stúdentum, sem taka próf í forspjallsvísindum, í góðar þarf-
ir, heldur mun hún einnig kærkomin kennurum og fróðleiksfúsum
almenningi. Símon Jóh. Ágústsson.
Matthías Jónasson: Recht und Sittlichkeit in Pestalozzis Kultur-
theorie (Neue Deutsche Forschungen), Berlín 1936, 195 bls.
Allir kannast við svissneska uppeldisfræðinginn Pestalozzi (1746
—1827), er varð svo frægur fyrir kennslu- og uppeldisaðferðir sín-
ar og rit sín um þau mál. En fæsta grunar, að hann hefir líka látið
eftir sig sérstakt rit um þróun menningarinnar út frá réttarfarslegu
og siðíerðilegu sjónarmiði. Rit þetta, er menn hafa gefið svo lítinn
gaum hingað til, þykir nú svo merkilegt, að próf. Eduard Spranger
hefir ritað um það frá formsins hlið. Og svo tekur dr. Matthías sig