Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 123
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
121
offullir, og framleiðöndum lá við gjaldþroti. Á sama tíma
höfðu nákvæmar rannsóknir í mörgum löndum sýnt, hve
fjarri því fór, að eðlilegum næringarkröfum væri fullnægt.
Svo rammt kvað að þessu, að þó að sumir matvörueigend-
ur gætu ekki selt vörur sínar, var hungursneyð sumstaðar
í heiminum, og á öðrum stöðum bjó mikill hluti fólksins
við vaneldi. Alstaðar þar sem svona var ástatt, olli það
hinum alvarlegustu áhyggjum, ekki aðeins fyrir mann-
úðar sakir, heldur og vegna þeirra afleiðinga, er það gat
haft fyrir þjóðskipulag og þjóðarfrið þeirra landa, er hlut
áttu að máli.
Þess vegna kom fyrsta spurningin, sem Heilbrigðis-
málanefndin hafði lagt fram, aftur á dagskrá, sem sé,
hvort það væri skylda stjórnarvaldanna að gera ráðstaf-
anir um næringuna í löndum sínum. Umræðurnar í Ráð-
gjafarnefnd þingsins bentu á hinn mikla mun á heildsölu-
og smásöluverði fæðuefna og lögðu áherzlu á það, hve
mikilvægt væri að minnka höft á verzlun og dreifingu
varanna.
SérfrieíSlngrnnefmlín.
Með allar þessar íhuganir fyrir augum, ákvað þingið,
að láta gera alþjóðlega rannsókn á næringarástandinu og
aðferðum til að bæta það. í þeim tilgangi skipaði það
nefnd sérfræðinga í manneldismálum, og voru í henni sér-
fræðingar í landbúnaðarmálum, þjóðhagsmálum og heil-
brigðismálum ásamt fulltrúum Ráðgjafarnefndar um þjóð-
félagsmál, Hinnar alþjóðlegu vinnumálastofnunar og
Hinnar alþjóðlegu landbúnaðarstofnunar. Þessari nefnd
fól þingið að leggja almenna skýrslu fyrir næsta þing um
allt manneldismálið frá heilbrigðilegu og hagfræðilegu
sjónarmiði.
II.
Bráðabirgðaskýrslan — heilbrigðisástandið.
Bráðabirgðarskýrsla Sérfræðinganefndarinnar birtist í
Íúlí 1936 og vakti undir eins mikla athygli í blöðunum og
nianna á meðal í mörgum löndum. Skýrslan birtist í fjór-