Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 120
118
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
þeirrar niðurstöðu, að mikill hluti mannkynsins hafi illt
eða ónógt fæði.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Þeir, sem athuga
ástandið í heiminum nú á dögum, sjá þar undarlegt öfug-
streymi: að þótt mikill hluti mannkynsins þjáist af fæðu-
skorti, þá eru landbúnaðarafurðir alstaðar í ofgnótt á
markaðinum. Um leið og heilsufræðingarnir segja: „hundr-
uð og þúsundir manna ná ekki fullum þroska, heilbrigði
þeirra og dugur dvínar, vegna þess, að þá skortir mjólk,
kjöt, nýtt grænmeti og ávexti“, meira að segja um leið og
menn hálf-svelta í sumum hlutum heims, er verið að eyði-
leggja matvörur í öðrum. Meðan heilsufræðingarnir kvarta
um það, að nauðsynlegar fæðutegundir fáist ekki fyrir
hæfilegt verð, komast þeir, sem framleiða landbúnaðar-
afurðir, að raun um, að ofmikið er framleitt af þeim,
verðið að falla og að starf þeirra svarar ekki kostnaði.
Eftir 1929 féllu landbúnaðarafurðir, sérstaklega korn-
vörur, mjög í verði. Framleiðslan var meiri en neyzlan
og líka meiri en hún hafði verið árin á undan. Ríkisstjórn-
ir í Evrópu gerðu verndarráðstafanir — lögðu á tolla og
innflutningshöft — til hagsmuna fyrir bændastéttina,
meginstoð þjóðskipulagsins. Þessar verndarráðstafanir
voru alvarlegur löðrungur fyrir þau lönd, er áttu afkomu
sína undir útflutningi landbúnaðarafurða sinna til iðn-
aðarlanda Evrópu. Þar sem þessum löndum var meinað
að selja korn sitt og aðrar landbúnaðarafurðir, neyddust
þau til að minnka iðnaðarvörukaup sín í iðnaðarlöndunum.
I þeim löndum, sem áður höfðu keypt kornvörur og önn-
ur fæðuefni frá öðrum löndum, urðu verndarráðstafanirn-
ar til þess að auka framleiðslu landbúnaðarafurða innan-
lands, án þess að framleiðsla þeirra minnkaði annarstaðar
í heiminum. Verndarstefnan jók því hættulega þá offram-
leiðslu, er virtist vera á landbúnaðarafurðum og þá var
talin undirrót truflana viðskiptalífsins. Iðnaðarlöndin
gengu stundum svo langt í því að auka framleiðslu sína,
að þau fluttu út landbúnaðarafurðir. Landbúnaðarlönd-
in, sem áður voru, neyddust til að auka iðnað sinn og fóru