Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 124
122
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
um bindum: I. bindi var aðalskýrslan; II. bindi var um
lífeðlisgrundvöll næringarinnar, svo sem hann var skil-
greindur af sérfræðingum þeim í heilsufræði, sem Heil-
brigðismálastofnunin hafði skipað til að skilgreina nær-
ingarkröfur miðaðar við líkamsstörfin; í III. bindi var
yfirlit yfir þá fræðslu, er fengizt hafði frá ýmsum lönd-
um um næringarkröfur þær, er gerðar voru þar; IV. bind-
ið hét „Skýrsla um fæðisneyzlu, neyzla og verðlag", og
var samin af Hinni alþjóðlegu landbúnaðarstofnun í Róm.
Bráðabirgðarskýrslan átti ekki að ná yfir allt, sem nær-
inguna snerti, heldur að fjalla um það, sem mest á reið
— sambandið milli fæðisvenja og heilbrigði. Nefndin
gerði sér von um, að bráðabirgðarskýrsla, sem legði
áherzlu á þessa hlið málsins, mundi vekja almenning til
skilnings á því, hve venjur manna um mataræði eru mikil-
vægar og hve alvarlegt það er, að hirða ekki um hollt
mataræði. Nefndin gekk feti framar og kom með ýmsar
tillögur, sem hún beindi til ríkisstjórnanna, um það, hversu
haga skyldi ráðstöfunum um mataræði þjóðar. Þessum
tillögum var auðvitað ekki ætlað að vera skilyrðislausar
reglur fyrir hvert land, hvernig sem á stæði. Þær áttu að
vera bendingar til þeirra stjórnarvalda, sem hafa heil-
brigðismálin með höndum í ýmsum löndum.
Matnræfti og heilbrigtíi.
Skýrslan, sem Sérfræðinganefndin gaf út um lífeðlis-
grundvöll næringarinnar, hafði verið samin af heims-
frægum sérfræðingum í heilbrigðismálum. Hún er ekki
yfirlit eitt, heldur gefur sérstök ráð og er leiðbeining um
næringarkröfur, er kemur framkvæmdamönnum að gagni
— mönnum, sem vinna að bjargráðum, félagsmálum, heil-
brigðisfulltrúum, forstöðumönnum stofnana, kennurum,
læknum, hjúkrunarkonum, húsfreyjum. Hún ákveður
minnstu kröfur, sem gera verður um málmsölt og fjörvi,
sem vísindin hafa sýnt, að eru svo nauðsynleg til vaxtar,
og miðar þar við aldur manna og líkamsstörf. Hún ákveð-
ur fæðuefni, auðfengin í Vesturlöndum, sem börn þurfa
á fyrsta æfiári sínu, ung börn, unglingar, fullorðnir menn,