Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 70
68
Endurminningar frá ísaárunum 1880—86.
[Skírnir
viðri. Og nú voru harðindi ísaáranna gengin um garð.
Sumarið var blítt og fagurt, langvinn hægviðri og sól-
skin, þó að ísinn lægi í hafinu og upp að landi fram á
sumar. Þær sjónhverfingar, sem þá bar fyrir augu, voru
svo miklar og fagrar, að engi orð fá lýst. Jakana hillti 1
blíðviðrinu, mest og bezt út við hafsbrún og Grímsey, með
því móti, að hún virtist vera laus við hafflötinn. Hún varð
sannkölluð skýjaborg og jakarnir loftkastalar. Blátær
lognalda loftsins var yfir ládeyðu hafsins. Hafgolan svaf
eða var meðvitundarlaus, af því að „kirkjugarður 100,000
kurnbla" neitaði hafrænunni um upprisuna frá dauðum.
M. ö. o. hafísinn nam á brott skilyrðin fyrir tilveru haf-
golunnar.
En þó að þetta sumar gerðist gott, var þjóðin lengi að
ná sér eftir harðindi ísaáranna. Fjallkonan bar lengi ör-
in eftir kalsárin. Margir, sem þá urðu landflótta, fóru
nauðugir og kvöddu land og þjóð grátandi.
Sumir báru sig karlmannlega og tóku undir með Grími:
„Kalinn á hjarta þaðan slapp eg“.
Veturinn 1918.
Sá vetur er í svo fersku minni fjölda manns, að eigi er
brýn ástæða til umræðu um hann. Einn mánaðarkafli
hans var svo grimmur, að nærri stappaði því, að hann
jafngilti tilsvarandi kafla í frostavetrinum. Mér er einn
stórhríðar-sunnudagur sérstaklega minnisstæður. Eg fór
fram á hlaðvarpann minn að dæla vatni úr brunni. Eigi
var eg nauðbeygður til þess, heldur var hitt, að eg vildi
vita, hvað eg dygði. Það er í rauninni gaman að vera úti
í stórhríð, þegar maður er hvorki lúinn eða villtur. Það
er að minnsta kosti karlmannlegt. Þessi hríð var eigi þreif-
andi dimm, en afar hvöss, frostið 16—18 stig á R. Snjó-
tittlingar voru í sáðgarði við bæinn að leita sér arfakorns.
Þeim varð eigi líknað með brauðsmælki, því að bálviðr-
ið tætti það og tvístraði því út í buskann. Byljirnir gengu
svo að smáfuglunum, að þeir tókust á loft, sveifluðust og
leituðu svo lags að skjótast aftur í arfaakurinn. Þeir