Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 181
Skírnir]
Töfrar bragarháttanna.
179
ekki tæmd, og það kemur niður á síðasta atkvæðinu. Brag-
línur, sem enda á þungu atkvæði, eru ákveðnari á svip en
hinar. Þetta kemur enn betur í ljós, þegar línan endar á
tveimur þungum atkvæðum, t. d. í þessari vísu eftir
Guðm. Friðjónsson:
Hallar sumri; haustull
hlíðum gefur ótíð;
hengir él við hádrang,
höllin sölna gervöll.
Hér er eins og stigið sé báðum fótum þungt til jarðar í
lok hverrar línu.
Einn hinn glæsilegasti háttur, sem eg þekki, er þrílið-
ur, tvíliður og stýfður liður. Það er eins og silfurtær læk-
ur hendist stall af stalli niður fjallshlíð. Þann hátt hafði
Matthías á kvæðinu Stefán í Vallanesi:
Skyldur eg væri, skáld,
skörungur vits og fjörs,
fjörugt til frægðar þér
flugsnaran brýna hug.
Hugur minn býður brag —
bragar hið sama lag
lagaði hönd þín hög,
högust við stefjadrög.
Gott dæmi þess, hvernig nota má háttinn til að sýna
innræti manna — og jafnvel djöfla — er „Djöfladans“
eftir Einar Benediktsson. Þar ganga forskeyti, þríliðir,
tvíliðir og stýfðir liðir alla vega á víxl, til að sýna óreið-
una og losarabraginn. Eg tek t. d. þetta erindi Kolbríma:
Eg, djákninn í kvalanna kór,
syng um ketilinn, þar er eg stór.
Við soð er eg nýtinn og natinn
— sem naðran í hlykkjunum sniðugur.
Eg bólgna, ef eg bara sé matinn,
eg blíni á hvern mola sem snatinn.
Fyrir nagað bein eg braut hvað eg sór, —
þá kvað bóndi vors húss, — þú ert samvizkuliðugur.
tJr því að eg minntist á Djöfladans, þá er rétt, að eg
12*