Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 179
Skírnir]
Töfrar bragarháttanna.
177
sig hafa önnur áhrif á oss en þríliðir, og hver er þá mun-
urinn? Er ekki munur á: la la la la la la og la la la la la la?
Eða á: Þunga sigur-söngva og Frjálst er í fjallasal? Eg
býst við, að menn finni undir eins muninn. Það er ein-
faldleikur, þróttur og setningur í gangi tvíliðanna, þrí-
liðirnir eru samsettari, léttari og kvikari í hreyfingu, þeir
dansa fremur en ganga. Hið þunga atkvæði tvíliðarins
yfirgnæfir létta atkvæðið, svo að það hverfur í skuggann;
tvö léttu atkvæðin í þríliðnum vega betur á móti þunga
atkvæðinu, svo að þar verður meira jafnvægi á milli. Tví-
liðirnir virðast ganga hægar en þríliðir. Vér finnum það,
ef vér berum t. d. saman:
Tíber sígur seint og hægt í ægi,
seint og þungt með tímans göngulagi, og
Skall yfir eldhafið ólgandi, logandi,
eldvargar runnu fram hvæsandi, sogandi,
og vér finnum jafnframt, að hvor hátturinn á vel við sitt
efni og að það er varla tilviljun, að í fyrra dæminu eru
tvíliðir, en þríliðir í hinu síðara. f fyrra dæminu voru ein-
göngu tvíliðir og eingöngu þríliðir í hinu síðara. En eins
og vér vitum, byrja skáldin oft hverja braglínu með
áherzlulausu atkvæði, einu eða jafnvel tveimur. Það gef-
ur braglínunni undir eins annan svip, t. d.:
Hann sigldi frosin höf á undan öðrum
og allt af fann hann rás og vök að fljóta.
Eða hugsum oss að Hannes Hafstein hefði sagt:
Þá | skall yfir eldhafið, ólgandi, iogandi,
og | eldvargar runnu fram, hvæsandi, sogandi.
Þessi áherzlulausu forskeyti eru eins og hik eða tilhlaup
á undan stökkinu. Vísan byrjar ekki með fullum krafti
áherzlunnar. Það er eins og hún sé að sækja í sig veðrið.
í>að gefur henni íhugulli svip.
Lítum nú á, hvernig allt þetta: forskeyti, tvíliðir og
þríliðir, fer saman í sömu braglínu, og tökum sem dæmi
þetta erindi úr hinu stórfelda kvæði „Útsær“ eftir Einar
Benediktsson:
12