Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 21
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
19
gekk á hólm við Hallkel undir Hallkelshólum og féll þar,
en Hallkell bjó þar síðan“.
Vel má vera, að saga þessi sé sönn, en mjög minnir hún
þó á skáldsögurnar um landnám Véfröðar á Móbergi og
Ketils hörðska. Markmið frásagna þessara er eitt og hið
sama. Það er að færa mönnum heim sanninn um það, að
ættaróðalið sé ekki gamalt gjafaland. Er það einkennilegt,
að slíkum sögnum er fyrst og fremst haldið á lofti í þeim
greinum Landnámabókar, þar sem ættir landnemanna eru
raktar til manna, er uppi voru um 1100.
Nú hafa verið gerðar að umræðuefni 12 slíkar ættir,
dreifðar yfir gjörvallt landið. Mætti líklega bæta við upp-
talningu þessa nokkrum ættum af Suðvesturlandi, en svo
skýr merkjalína verður ekki sett þar, sem í öðrum lands-
hlutum. En þetta skiptir minnstu máli. Þegar athugaðar
eru í heild framangreindar ættartölur Landnámabókar,
sem raktar eru niður til samtíðar Ara og Kolskeggs vitra,
verður það ljóst, að þær hafa hvorki hlotið sérstöðu sína
í ættartalnasafninu vegna þess, að þær hafi verið taldar
merkilegri en aðrar ættir né af hugulsemi hinna yngri
Landnámuafritara á 13. öld. Aðeins ein skýring er fyrir
hendi: Ættartölur frumlandnámu hafa yfirleitt verið
vaktar til skilningsauka á höfuðúrlausnarefni Landnámu-
höfundanna. Þetta úrlausnarefni er fólgið í spurningunum
um það, á hvaða grundvelli eignarréttur manna á jörðum
sínum hvíli og hve lengi jarðeignirnar hafi gengið í ætt-
inni. Allsherjai'greinargerðir fyrir hinu síðarnefnda hefir
neynzt ókleift að gera í ritinu, en fyrr umræddar ættir
hafa verið raktar til kynslóðarinnar um 1100 af þeirri
^inföldu ástæðu, að síðustu ættliðir þeirra hafa verið heim-
ildarmenn Landnámuritaranna. Þess vegna finnum vér þá
dneifða um allt landið, þótt ekki séu þeir fleiri en raun
her vitni um.
Þessi kenning um uppruna Landnámabókar þarf ekki
&ð koma neinum á óvart, þótt ný sé. Vér vitum, að sam-
kvæmt nýmælum í landslögum fór fram mat eða virðing á
alKi bændaeign landsins um aldamótin 1100. Á þessum
2*