Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 125
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
123
sem vinna erfiðisvinnu, fullorðnir menn við kyrsetustörf,
þungaðar konur og konur með börn á brjósti. Sérfræð-
ingarnir lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að þungaðar kon-
ur hefðu hollt mataræði, því að mataræði þeirra hefir
áhrif á það, hvort börn þeirra byrja lífsskeið sitt með
hraustum eða óhraustum líkama.
Sérfræðingarnir vöktu athygli á sérstöku gildi sumra
fæðutegunda, er þeir nefndu „verndarfæðu“ — af því að
lífefnafræðingar hafa sýnt, að í þeim eru málmefni og
fjörvi, sem stuðla að heilbrigðum vexti, ef nóg er af þeim
til þess að líkaminn geti myndað birgðir af þessum mikil-
vægu vörnum gegn sjúkdómum. Þessi verndarfæða er:
fyrst og fremst mjólk — og verður varla orðum aukið
hve holl þessi „algerva" fæðutegund er, sérstaklega börn-
um og konum með börn á brjósti — og þar næst mjólkur-
búsafurðir, smjör, egg, ostur. Nýtt kjöt og nýr fiskur eru
mikilsverð fæða vegna eggjahvítuefna sinna og nokkurra
málmefna; nýtt, grænt, laufmikið grænmeti, nýir ávext-
ir, sérstaklega gulaldin og glóaldin, rauðaldin, kartöflur,
gulrætur. Kartöflur ætti ekki að vanta í matseldina, því
að sýnt hefir verið, að þær eru mikilsverðar, sakir þess,
uð í þeim er kalcium og að þær eru eina grænmetið, sem
heldur C-fjörvi sínu óskemmdu eftir suðu.
Sérfræðinganefndin taldi það mjög mikilvægt, að þessi
„verndarfæða" fengist alstaðar við hæfilegu verði. Ein
mikilvægasta tillaga hennar var sú, að ríkisstjórnirnar
ættu að hlutast til um, að hverjum borgara yrði kleift að
afla sér þeirra.
^latnrœSl verkamnnnn og þjötífélnffsntSgerSiir.
En Hin alþjóðlega vinnumálastofnun hafði einnig tek-
iS manneldismálið til meðferðar og athugað sumar hliðar
Þess frá sínu sérstaka sjónarmiði. Samkvæmt ályktun, er
gerð var á 19. fundi Hins alþjóðlega vinnumálaþings, í
júní 1935, gaf hún út í maí 1936 almenna skýrslu um
„Næringu verkamanna og þjóðfélagsaðgerðir“. í þessari
skýrslu er lögð áherzla á það, að margir meðal verkalýðs-
ins, ekki að eins á hinum fátæku svæðum og þar sem
®mt£Í>©faf<Únið