Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 174
172
Björn Gunnlaugsson og Uppdráttur íslands. [Skírnir
gáfu. Hann hefir að nokkru mælt upp það, sem strandmæl-
endur höfðu mælt. Hefði honum ekki unnizt tími til að
mæla þannig upp allt landið. Síðar hefir hann nær ein-
göngu bundið sig við það, sem ómælt var áður.
Punktar þeir, sem Björn mældi, hafa legið mjög mis-
jafnlega þétt. Sumsstaðar hafa verið allstórar eyður, sem
fylltar eru út eftir eigin sýn eða sögusögn annara. f raun
réttri þurfa punktarnir ekki að vera mjög þéttir. í mæli-
kvarðanum 1:480000 væri heppilegt að hafa 4 til 5 km.
milli þeirra, en uppdrátturinn getur verið fullnægjandi,
þótt miklu lengra sé á milli. Ef t. d. er þekkt lega yzta og
innsta bæjar í löngum dal, má setja hina bæina allnákvæm-
lega á uppdráttinn, ef vitað er, hve lengi er farið milli
þeirra. Mynni afdala og hliðarár eru síðar ákveðnar með
hliðsjón af bæjunum. Björn hefir auðsjáanlega víða not-
fært sér þessa aðferð. Legu innstu bæjanna hefir hann t.
d. ákveðið eftir afstöðu þeirra til einhvers fjalls, sem sést
frá þríhyrningamælistöðunum, og síðan sett hina bæina
eftir því.
Upplýsingar um vegalengdir milli bæja er mjög auðvelt
að fá allnákvæmar í sveitum, og Björn hefir notfært sér
vel allar slíkar upplýsingar, bæði munnlegar og skriflegar.
Afdalirnir eru flestir dregnir eftir lýsingum eða því, sem
til þeirra sést frá byggðum eða þríhyrningamælistöðun-
um. Á uppdrættinum hafa margir hverjir verið gerðir of
stuttir og mjóir, og kemur þá bilið á milli þeirra fram sem
háslétta, þar sem í raun réttri eru fjallseggjar eða örmjó-
ir f jallshryggir.
Mörgum kann nú að virðast, að með þessu sé uppdrátt-
urinn orðinn heldur lauslegur. Frá vissu sjónarmiði er
hann það. En hann uppfyllir þau skilyrði, sem ætlazt var
til og áður voru nefnd. Þá er í rauninni allt fengið, og ná-
kvæmari mælingar hefðu verið tímafrekar og aukið kostn-
aðinn stórlega.
Kröfur þær, sem gera verður til uppdráttar, sem ein-
ungis er ætlaður til yfirlits, og uppdráttar, sem hægt er
að framkvæma nákvæmar mælingar á, eins og gera verð-