Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 143
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
141
Faðir Gunnars kynnti sig svo í nýju sveitinni, að Vopn-
firðingar gerðu hann að hreppstjóra sínum. En móður
Gunnars varð ekki langs lífs auðið. Hún dó af barnsför-
um sumarið, sem Gunnar var á áttunda árinu (1896). Það
var fyrsta og dýpsta reynsla drengsins. Áður hafði lífið
verið „leikur að stráum“ og draumar um „skip á himnin-
um“. Nú vakti alvara lífsins hann til þeirrar gruflandi
íhugunar, sem síðan hefir verið eitt af einkennum hans.
Ekki svo að skilja, að þetta hafi gerzt þá þegar. En sárið
greri aldrei um heilt.
Faðir Gunnars kvæntist aftur og hjá þeim óx Gunnar
UPP, þar til hann var átján ára (1907). Hann hafði lang-
að til að fara skólaveginn, — eiginlega virtist hann bor-
inn til þess að verða prestur —, en erfiður hagur heimil-
isins leyfði það ekki, þegar til kom. Þrá unglingsins varð
þá að brjóta sér nýjar brautir. Hann orti um vorið og
minningu móður sinnar. Með þessi ljóð og eitthvað af smá-
sögum í vasanum fór hann norður á Akureyri og fékk
Odd Björnsson til að prenta ljóðin (Vorljóð 1906, Móður-
minning. Nokkur kvæði, 1906). Og loks sumarið 1907 ákvað
hann að gefa sig gæfunni á vald og sigla út í heim — til
Danmerkur. í gamalli Eimreið hafði hann séð grein um
lýðháskólana í Danmörku; þar ætlaði hann að læra mál-
til þess að búa sig undir það eina, sem freistaði hans:
rithöfundar-kallið. Eins og fleiri landar hans fór hann
til Askov og dvaldi þar tvo vetur við nám; las og skrifaði
af kappi. Að sumrinu fékk hann sér vinnu í nágrenninu,
í görðum, á ökrum, við sementverksmiðju. Hann trúlof-
aðist fallegri bóndadóttur, en þegar hún og tengdafaðir
hans tilvonandi ætluðu að gera úr honum búðarloku í
ftæstu kaupfélagsbúð, þá reis rithöfundurinn í Gunnari
öndverður. Hann flúði — til Aarhus, þar sem hann ætl-
aði að slá sér upp með því að skrifa fyrir blöðin. Upp-
slátturinn varð ekki mikill, en þennan vetur í Árósum
reyndi á þolrif hans meir en nokkru sinni áður. Hann
yann af kappi; var ráðinn til að skrá íslenzkar bækur í
bókasafninu, en fékk að lokum ekki grænan eyri fyrir