Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 141
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
139
ekki sízt því verkinu, sem lengst mun lifa, en það er hin
ágæta bók hans um skáldskap og veruleik æfi sinnar,
Kirkjan á fjallinu. Og svo lengi sem það hefir dregizt, þá
er enn tækifæri til að koma henni út í vandaðri útgáfu,
helzt í þýðingu Gunnars sjálfs, til að heiðra hann fimm-
tugan 18. maí 1939.
Fyrir framan mig á borðinu liggja tveir bæklingar á
dönsku um Gunnar Gunnarsson, annar eftir Otto Gelsted
(Khavn 1926, 84 síður), hinn eftir Kjeld Elfelt (Khavn
1927, 123 síður). Auk þessa hefir fjöldi greina um Gunn-
ar verið skrifaður í tímarit á Norðurlöndum og á Þýzka-
landi, enda er Gunnar nú hvergi metinn meir en einmitt
á Þýzkalandi. En heima á föðurlandinu hefir enginn skrif-
að neitt um verk hans í samhengi, nema Laxness. Grein
hans er að vísu snjallari en allt annað, sem eg hefi séð rit-
að um Gunnar, og eg efast um, að nokkuð jafnsnjallt hafi
verið skrifað um Gunnar. Hún hefir ennfremur þann
höfuðkost að hafa metið að verðleikum bezta verk Gunn-
ars, sem útlendingar höfðu tæpast metið að verðleikum.
En greinin hóf Kirkjuna á fjallinu að nokkru leyti á kostn-
að annara verka Gunnars, og einnig á annan hátt náði
greinin marki með meðulum, sem að vísu voru snjöll og
hugvekjandi, en stóðu fremur lausum fótum í veruleik-
anum. Það er gamla sagan um stíl og sannleik á öndverð-
um meið. En að þessu athuguðu þykist eg tæpast þurfa að
hiðja afsökunar á því, að eg bað Skírni um rúm fyrir þessa
grein um Gunnar og rit hans.
I.
Gunnar Gunnarsson er fæddur 18. maí 1889 að Valþjófs-
stað í Fljótsdal. Þá var þar prestur séra Sigurður Gunn-
arsson, föðurbróðir hans, síðar prestur í Stykkishólmi, al-
bingismaður og að lokum um langt skeið pastor emeritus
i Reykjavík (d. 1936). Indriði Einarsson kallar hann
»riddarann ótta- og lýtalausa“. En faðir Gunnars og ráðs-
maður á staðnum hjá bróður sínum var Gunnar Gunnars-