Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 110
108
Sendiherrar.
[S'kírnir
einkamáli né opinberu máli. Um síðarnefnda atriðið hefir
þegar verið rætt hér að framan í sambandi við friðhelgi
sendiherra, en hér skal nánar vikið að fyrra atriðinu.
Fyrst má geta þess, að sendiherra verður ekki stefnt til
að þola dóm, hvers efnis sem dómkrafan er. Mál út af skuld
eða skaðabótamál er því ekki hægt að höfða gegn honum,
og ekki er heldur hægt að kyrrsetja sjálfan hann eða eign-
ir hans. Ennfremur má geta þess, að ef sendiherra and-
ast í viðtökuríkinu, mundi bú hans ekki verða tekið til
skiptameðferðar af þarlendum skiptarétti. Sendiherra er
ekki skyldur að mæta sem vitni, hvorki í einkamáli né
opinberu máli, en samþykki hann að láta leiða sig sem
vitni, er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu, að svo verði
gert, og mundi þá vitnisburður hans að sjálfsögðu metinn
eftir sömu reglum og framburður annara vitna. Réttast
þykir þó, þegar svo stendur á, að sendiherrann fái leyfi
frá ríkisstjórninni í sendilandinu til að mæta sem vitni;
sum ríki, t. d. Bandaríki Norður-Ameríku, banna þó sín-
um sendimönnum algerlega að mæta sem vitni, hvernig
sem á stendur. Eins og áður er sagt, á sendiherrann varn-
arþing í föðurlandi sínu, og verður því að höfða mál gegn
honum þar, ef hlutaðeigendur geta ekki náð rétti sínum
með öðrum hætti. Ekki mundi þó vera hægt að gera að-
för í eignum hans í viðtökuríkinu skv. dómi, sem upp væri
kveðinn af dómstóli í sendiríkinu.
Reglan um undanþágu sendiherra frá dómsvaldi við-
tökuríkisins er þó eigi fortakslaus. Sendiherra getur sjálf-
ur höfðað einkamál fyrir dómstólum viðtökuríkisins, og
í slíkum málum er sendiherra að sjálfsögðu bundinn við
gildandi löggjöf að því er dómsmálið snertir. Þá er og tal-
ið, að hinum stefnda sé heimilt að bera fram varnir til
sýknu sér og jafnvel að höfða gagnsök, t. d. til þess að
geta komið að gagnkröfu til skuldajafnaðar. Ef sendi-
herra vinnur málið í undirrétti og stefndur áfrýjar því,
verður sendiherrann að sætta sig við það og fylgja mál-
inu áfram eins og hver annar. Ennfremur má höfða mál
gegn sendiherra út af fasteign, sem hann á sem einkaeign