Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 109
Skírnir]
Sendiherrar.
107
i>eim en við samskonar brotum gegn öðrum, og að þeim er
látinn lögregluvörður í té til öryggis og varnar, þegar þess
er bein þörf. Hverju ríki er talið skylt að þjóðarétti að
gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda líf og
limi erlendra sendiherra og verja þá gegn hverskonar árás-
um og ofbeldi. Gildir þetta ekki sízt, þegar annaðhvort
ríkið segir hinu stríð á hendur, enda er þá oft sérstök þörf
á að vernda sendiherrann og sjá um, að hann komist heilu
og höldnu úr landinu með fjölskyldu sína og föruneyti.
Um síðara atriðið má geta þess, að það er almennt viður-
kennd regla í þjóðaréttinum, að ekki sé hægt að höfða op-
inbert mál gegn sendiherra erlends ríkis við dómstóla við-
tökuríkisins. En þó að sendiherra verði ekki ákærður og
dómfelldur fyrir að óhlýðnast lögum viðtökuríkisins, þá er
eigi þar með sagt, að honum sé heimilt að breyta á móti
lögum og reglum í því ríki. Þvert á móti ber honum ein-
mitt skylda til að hegða sér eftir lögum viðtökuríkisins,
að svo miklu leyti sem það eigi hindrar hann í að leysa
sendherrastörfin af hendi. Geri hann það ekki, getur það
leitt til þess að kvartað verði yfir framkomu hans og jafn-
vel að þess verði óskað, ef hann gerist alvarlega brotleg-
ur við lög viðtökuríkisins, að hann sé látinn fara frá em-
bætti. Fyrir afbrot, sem hann kann að hafa gert sig sek-
an um í viðtökulandinu, getur honum orðið refsað, þegar
heim er komið, og mundi hann, þegar svo stendur á, verða
dæmdur eftir lögunum í sínu eigin landi. Frá reglunni um
friðhelgi sendiherra er ein undantekning. Neyðarvörn er
heimil gegn honum, eins og hverjum öðrum, og verður
jafnvel að teljast heimilt að loka hann inni um stundar-
sakir, ef þörf krefur, t. d. ef hann tekur þátt í samsæri
gegn þjóðhöfðingja viðtökuríkisins, þangað til hægt er að
senda hann heim til sín.
í úrlendisréttindunum, sem að framan eru nefnd, felast
ýmiskonar hlunnindi sendiherrum til handa, og skal hér
getið hinna helztu þeirra. Það er talin almenn regla í
þjóðaréttinum, að sendiherrar séu undanþegnir dómsvaldi
viðtökuríkisins. Sendiherra verður því hvorki lögsóttur í