Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 102
100
Sendiherrar.
[Skírnir
bandið aftur á móti málefnasamband, eða sé um sambands-
ríki að ræða, er talið, að ríkin sem heild hafi réttinn, en
ekki einstök ríki innan heildarinnar. Gefi fullvalda ríki
öðru fullvalda ríki umboð til þess að fara með utanríkis-
mál sín, hefir umbjóðandinn þar með falið hinu ríkinu
að neyta umrædds réttar fyrir sína hönd, á meðan umboð-
ið stendur. Svo sem kunnugt er, fer Danmörk samkvæmt
sambandslögunum með utanríkismál íslands í umboði þess,
og hefir því ísland þar með takmarkað athafnafrelsi sitt
þannig, að það getur ekki stofnað íslenzkt sendiherraem-
bætti erlendis. Ein undantekning er þó frá þessari reglu.
Danmörk getur ekki gagnvart sjálfri sér gætt hagsmuna
fslands í utanríkismálum, og þess vegna er ekkert því til
fyrirstöðu, að ísland hafi sendiherra í Danmörku, er gæti
hagsmuna fslands gagnvart Dönum. Hitt er annað mál,
að Danmörku er skylt samkvæmt beiðni íslands að stofna
ný sendiráð á ákveðnum stöðum, en embættismennirnir
við þessar sendisveitir verða danskir embættismenn. Auk
fullvalda ríkja getur Þjóðabandalagið neitt framan-
greinds réttar. Svo nefnd hálfvalda ríki hafa að jafnaði
ekki réttinn og nýlendur geta ekki sent eða tekið við sendi-
mönnum. Eftir heimsstyrjöldina hafa þó nokkrar af brezku
sjálfstjórnarnýlendunum fengið að senda sendimenn og
taka við þeim, enda er staða þeirra sérstaks eðlis. Enn-
fremur má geta þess, að uppreisnarflokkar geta ekki að
þjóðarétti notið þessa réttar; en það hefir þó iðulega
komið fyrir, og nú síðast í borgarastyrjöldinni á Spáni,
sem enn stendur yfir þegar þetta er ritað, að þessari reglu
hefir ekki verið fylgt.
Þegar talað er um sendiherra í þjóðréttarmerkingu, er
venjulega átt við þá embættismenn, sem eru opinberir
stjórnarfulltrúar eins eða fleiri ríkja hjá einu eða fleiri
ríkjum.
Greint er á milli þeirra sendimanna, sem gegna embætt-
um um óákveðinn tíma við fastar sendisveitir, og þeirra,
sem sendir eru til að leysa einstök ákveðin störf af hendi,
svo sem mæta á alþjóðafundum eða ráðstefnum, ganga