Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 28
:26
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
hag ríkisins var þannig komið, að sífelldur tekjuhalli
hafði verið á fjárlögum í nálega heila öld, svo geysilegar
ríkisskuldir höfðu safnazt fyrir, bæði utanlands og inn-
an. Lánstraust ríkisins var þannig, að það varð að greiða
allt að 13 % í vexti af verstu lánunum, og að síðustu fékkst
hvergi lán. Peningar höfðu kolfallið, svo að escudo-mynt-
in, sem upprunalega gilti um 4 kr., var orðin aðeins um
20 aura virði. Menn bjuggust við algerðu hruni og gjald-
þroti, og allir, sem gátu, fluttu fé sitt til annara landa.
Talið er að fé þetta hafi numið 70 millj. sterl. punda. Við
þetta bættist, að allur herbúnaður var kominn í mestu
óreiðu. Rithöfundurinn Maurice Maeterlincek segir, að „í
Portugal hafi þá ekkert þrifizt annað en stjórnleysi, sam-
særi, stjórnarbyltingar, borgarastríð, gjaldþrot, sultur og
seyra“.
Þannig er sagt frá ástandinu 1926, er herinn gerði að
lokum uppreisn, sem endaði með því, að Antonio Carmona
hershöfðingi var gerður að einvöldum alræðismanni. Upp-
reisnarmönnum varð þá fyrst fyrir að hugsa um fjárhag-
inn, og fengu þeir augastað á kunnasta fjármálafræðingi
landsins, dr. Oliveira Salazar, sem þá var háskólakennari
í Cóimbra. Hann kom og rannsakaði allar ástæður, en setti
svo harða kosti, ef hann ætti að taka fjármálastjórnina
að sér, að hinir treystust ekki til þess að ganga að þeim.
Var síðan reynt að grípa til gamla þjóðráðsins að taka
lán, og leitað aðstoðar Þjóðabandalagsins. Það lét sér-
fróða menn rannsaka alla málavexti, en treystist ekki til
þess að útvega slíkt lán, nema það fengi jafnframt rétt til
þess að hafa eftirlit með fjármálum landsins. Stjórnin
vildi þó ekki ganga að þessum skilmálum, og snéri sér á
ný til dr. Salazars. Hann var mjög tregur til að takast
þennan vanda á hendur. „Eg á svo erfitt með þetta“, stóð
í svari hans, „að eg gerði það ekki fyrir nokkurs manns
orð eða vináttu. Eg geri það aðeins vegna þess, að sam-
vizkan býður mér það, vegna velferðar landsins“.
Það varð þó úr, að hann tæki við fjármálastjórninni,