Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 216
214
Ritdómar.
[Skírnir
skrift tillágnad Hugo Pipping, Helsingfors 1924, 100—113, —
„Anglo-Norman S'cript and the Script of Twelth-Century MSS. in
Northwestern Norway“ í Studies in English Philology — A Mis-
cellany in Honor of Frederick Klaeber, Minneapolis 1929, 278—287,
«g „Studies in Scandinavian Palaeography" í Journal of Engl. and
Germ. Philology, 1915, XIV, 530—543, 1917, XVI, 416—436.
Með þessum ritum sínum stendur Flom framarlega í röð þeirra
manna, er gert hafa fornleturrannsóknir að hlutverki sínu (Konr.
■Gíslason, Hægstad, D. A. Seip, Spehr, H. Hermannsson, A. Holts-
mark). Ókunnugum mun finnast fátt til um þær smásmuglegu rann-
sóknir á stafagerð og rithætti. En svo ómerkilegar sem þær virð-
ast, þá eru þær þó ein af leiðunum, sem ganga verður, til þess að
fá trygga vitneskju um menningu forfeðra vorra.
Stefán Einarsson.
The Art of Poetry in Iceland by Sir William A. Craigie. — The
Taylorian Lecture 1937. Oxford. At the Clarendon Press. 1937.
Þetta er fyrirlestur um skáldskap á íslandi frá elztu tímum til
vorra daga eftir hinn góðkunna skozka fræðimann Sir William A.
Craigie, og hefir honum tekizt, með þeirri snilld, sem algert vald
á efninu veitir, að koma öllum aðaldráttunum í sögu skáldlistarinn-
ar á íslandi fyrir á 34 litlum blaðsíðum. Craigie leggur mikla
áherzlu á samhengið í íslenzkum skáldskap frá elztu tímum og fram
til nútímans, og dómar hans t. d. um dróttkvæðin og rímurnar eru
svo sanngjarnir, að auðsénn er hinn næmi og nákvæmi skilningur
hans og þekking á þeim. Og alstaðar skin út úr orðalagi höf. sú ást
á íslenzkum skáldskap og ísl. bókmenntum yfirleitt, sem ein getur,
umfram allt annað, gert mann að afburða fræðimanni á þessu
sviði. Jakob Jóh. Smári.
Thorsten Odhe: Det moderna Island och dess kooperation. —
Kooperativa förbundets bokförlag. Stockholm 1937.
Hér er dregið saman í stutta og glögga frásögn mjög mikið efni
viðvíkjandi högum og háttum íslendinga, einkum samvinnufélags-
skapnum í öllum hans myndum, bæði til sjós og sveita. Höf. kom
hér til lands árið 1936 og ferðaðist þá um landið og kynnti sér
liagi og menningu landsmanna, og naut hann í þessu aðstoðar Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga og ýmsra annara góðra manna. Er
því bókin, að því er séð verður, mjög áreiðanleg og veitir mikla
fræðslu um það efni, sem hún fjallar um, — fræðslu, sem ekki ein-
ungis Svíum og öðrum útlendingum, sem bókin er sérstaklega ætl-
uð, mun verða kærkomin, heldur einnig mörgum Islendingum, sem
óska að fræðast í stuttu máli um hið mikla starf, sem samvinnu-
hreyfingin hefir unnið hér á landi.