Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 115
Skírnir]
Sendiherrar.
113
stjórnmálin; en nú er þetta óðum að breytast þannig, að
sendiherrar starfa að hvorumtveggja málunum. Fyrst og
fremst ber sendiherrum, að því er verzlunarmálin snertir,
að stuðla að því, að hægt sé að auka verzlunarviðskiptin
milli ríkjanna og þá aðallega reyna að auka innflutning og
sölu á framleiðsluvörum síns eigin lands. Eitt af fyrstu
verkum sendiherra, þegar hann tekur við embætti, er því
að kynna sér sem bezt lög og reglur um inn- og útflutning,
tollmál og fleira þessháttar í viðtökuríkinu, lesa verzlun-
ar- og hagskýrslur beggja ríkja, að því er snertir gagn-
kvæm viðskipti þeirra hin síðustu árin, og yfirleitt afla sér
sem mestrar þekkingar á viðskiptamálum þessara þjóða;
því kunnugri sem hann er högum þeirra, því betur getur
hann leyst starf sitt af hendi.
Það getur haft mikla þýðingu, bæði fyrir ríkisstjórn-
ina í sendiríkinu og verzlunarstéttina þar, að fá skýrslur
um verzlunarmál viðtökuríkisins, og því ber sendiherra að
senda skýrslur um öll mál, sem hann telur máli skipta, svo
sem um ráðstafanir stjórnarvaldanna viðvíkjandi tolla-
málum, innflutningi á erlendum vörum, sem þýðingu hafa
fyrir sendiríkið, t. d. af því þær eru meðal þeirra afurða,
sem það flytur út, og fleira þessháttar, um verzlunarsamn-
inga, sem ríkið gerir við þriðja ríki, eða þá almennar
upplýsingar um fjárhagsástandið í ríkinu, atvinnumál
þess, verzlun, siglingar, fiskveiðar, landbúnað, iðnað o. s.
frv. Sérstaklega eru skýrslur um sölumöguleika á afurð-
um sendiríkisins mjög þýðingarmiklar, og því ber að vanda
sem bezt til þeirra. Það er einmitt eitt af aðalverkum sendi-
herra, að hafa sívakandi auga á möguleikunum fyrir því,
að koma afurðum sendiríkisins á erlenda markaði, og að
leita að nýjum mörkuðum fyrir vörur þær, sem ríkið fram-
leiðir. I því sambandi má nefna, að skýsrlur um það efni
þurfa að vera ítarlegar og nákvæmar, m. a. um orðalag og
kröfur þær, sem gerðar eru um gæði og umbúnað slíkra
vörutegunda. Skýrslur þessar sendir sendiherrann svo oft
sem honum þykir ástæða til, en auk þess er stundum heppi-
iegt að senda heildarskýrslur, t. d. um áramót. Þá heyrir
8