Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 53
Sldrnir]
Sögusnið.
51
vátt undir; hann mælti: „þat hygg ek, at nú í kveld myni
konungrinn hafa myrgum oss fengit karfafótinn" — ok
hló at. En er þeir kómu í herbergit þar sem ljós brann,
þá spurði skósveinninn: „hefir þú skeint þik, eða hví ertu
í blóði einu allr?“ Hann svarar: „ekki em ek skeindr, en
þó mun þetta tíðendum gegna“.
Hér er allt tekið fram, sem þarf til að skilja gang við-
burðanna, og hverju atviki og hverri hreyfingu lýst í
réttri röð eins og það bar fyrir eyru og augu og áþreif-
ingu, og orð manna hermd eins og þau fellu. Þegar sagt
er, að vott var undir þar sem Sigvatr stakk niður höndun-
um, þá er varast að segja hvaða væta það var, af því að
það gat Sigvatr ekki vitað fyrr en þeir komu í birtuna.
Lesandinn fær sömu aðstöðu til viðburðanna og þeir, sem
skynjuðu þá.
Tökum svo dæmi, er sýnir oss skaplyndi manns af fram-
komu hans. Þorvaldur Vatnsfirðingur ætlar að fara að
Hrafni Sveinbjarnarsyni og safnar liði:
„Kolbeinn hét fylgdarmaðr Þorvalds. Hann sendi Þor-
valdr til fundar við einn fátækan bónda, er Ámundi hét;
hann var ómagamaðr mikill ok þingmaðr Hrafns. Þor-
valdr mælti svá við Kolbein ok hans fgrunauta, at þeir
skyldi beiða Ámunda at fara með þeim ok vera í heim-
sókn með Þorvaldi til fundar við Hrafn; en ef hann vildi
eigi þat, þá mælti Þorvaldr, at þeir skyldi taka hann af
lífi. Þeir Kolbeinn fundu Ámunda á heyteig, þar er hann
sló, en kona hans rakaði Ijá eptir honum ok bar reifabarn
ú baki sér, þat er hon fæddi á brjósti. Þeir Kolbeinn
beiddu Ámunda, at hann færi til Eyrar með þeim. Ámundi
kveðsk í engri þeirri for mundu vera, er Hrafni væri til
óþykktar. Þá vágu þeir Kolbeinn Ámunda, ok fóru síðan
til fundar við Þorvald ok spgðu honum vígit“. (Sturl. I,
320.)
Eg get ekki hugsað mér neina meðferð, er gerði þenn-
an atburð átakanlegri en hann er í þessari stuttu, hlut-
lausu frásögn. Ámundi stendur oss skýrt fyrir hugarsjón-
um í allri sinni tign. Engin orð geta lýst honum betur en
4*