Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 64
62
Endurminningar frá ísaárunum 1880—86. [Skírnir
heimleiðis í rökkrinu, í lognhríð. Stórhríðin brast á þær.
Harðspori sýndi, að þær höfðu gengið fram hjá túnjaðri
að Þverá og villzt upp í heiði, og hrakið undan veðrinu
langan veg. Þær fundust á hávaða helfrosnar, en önnur
var með lífsmarki, að sögn, og þótti það með ólíkindum.
Símon Dalaskáld drepur á þetta í kveðlingi, og set eg hér
eina vísu til sannindamerkis:
Kvaldi óringa gjólan grimm,
grund á Þingeyinga,
sólarhringa fulla fimm,
Freyjur lyngorms binga.
Þær fundust eigi undir eins eftir uppbirtu, og mun einn
dagur, eða tveir, hafa gengið í leitina.
Húsbóndi stúlknanna, hinn þjóðkunni snilldarbóndi Jón
Jóakimsson, faðir Benedikts á Auðnum, föður Huldu
skáldkonu, vildi eigi, að stúlkurnar færu að heiman á jóla-
daginn. En bannaði þó eigi. Þá var helzta skemmtun vinnu-
kvenna, að skjótast til næstu bæja á tyllidögum, og þótti
lélega gert að banna það frjálsræði. Stutt er milli þessara
bæja og eigi vandratað, þó í skammdegi væri — karl-
mönnum.
í þessari gerninga-hríð rak hafísinn inn undir megin-
land. Allt öldurót þaggast, þegar ísinn nálgast firðina.
Vegna sjóhörku krapar yfirborð hafsins, og það bælir
undir sig báruna og brimólgu, allténd á grynningum. 1
þetta skipti lagði innanverða firði áður en hafísinn fyllti
fjörðuna. Bjartviðri gerði upp úr áramótum. Og heljar-
hörku kyrrlátt ofríki ríkti yfir fannfergi sveitanna. —
Kaldavermslislindir hnipruðu sig, aðþrengdar í snjóabæl-
um sínum, og lagði upp úr þeim frostreyki. Sams konar
gufu gat að líta yfir sjónum, þar til lagís og hafís tókust
í hendur og minntust hvor við annan. Faðir minn átti
frostmæli, sem kenndur var við R. Hann tók 28 gr. Kvika-
silfursnálin hvarf niður fyrir það takmark. Þetta, að sjór-
inn fyrir Norðurlandi var í einu kófi frostreykjarins,