Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 183
Skírnir]
Töfrar bragarháttanna.
181
skeytlunni einni. Og fullkominni sléttubandavísu má breyta
á 96 vegu. Þessi tilbrigði rímnaháttanna fást með til-
breytni í lengd og fjölda braglínanna, í setningu ljóðstaf-
anna og fjölda og setningu hendinganna. Það yrði efni í
langt mál, ef fara ætti út í þá sálma. — 1 öðrum kvæð-
um létu íslendingar sér lengi nægja að hafa ekki fleiri en
8 braglínur í vísu. Fornyrðislag, dróttkvætt og hrynhenda
— algengustu hættirnir — hafa 8 braglínur í vísu. En á
síðari tímum hafa skáldin oft haft braglínurnar fleiri —
10—12 og jafnvel fleiri.
Vísa með mörgum braglínum rúmar auðvitað meiri fjöl-
breytni efnis og forms, ekki sízt ef braglínurnar eru mis-
langar. Eg skal aðeins nefna örfá dæmi, fyrst erindi úr
kvæðinu „í Slútnesi" eftir Einar Benediktsson. Þá er vert
að taka eftir því, hvernig hendingarnar í enda braglín-
anna tengja þær saman á ýmsan hátt, vefa úr þeim fjöl-
breytta heild. Þegar síðasta hendingin hljómar, minnir
hún enn á upphafið, því að hún rímar við hendingu 1. brag-
línu. Þetta, gefur vísunni heildarsvip.
Týsfjóla! krjúp þú með krónuna fríða
og kysstu þá mold, sem þú blómgast á;
þó heimti hún blöðin þín himinblá,
af hisminu aftur skal rísa þinn kraftur.
Þú hrörnar, en upphafs þíns öfl eru sterk,
þau yngja undir gaddinum sólskinsins verk.
Hefðu upp, blákolla, hjálminn þinn fríða;
því hann skal þitt eigið leiði prýða.
Og vorperla, leyfðu ljósinu inn
í litla viðkvæma barminn þinn,
því senn dökknar aftansins sólroðna kinn
og sumrið er byrjað — að líða.
Tökum svo „Vorvísur“ Hannesar Hafsteins, og gefum
gaum að fjölbreytni háttarins. Vísan er tólf braglínur, en
hún skiptist í þriðjunga, er hver fær sinn svip, eftir gangi
bragliðanna og hendinganna. Það er syngjandi vor og fjör
í hrynjandinni: