Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 76
74
Draumljóð.
[Skírnir
mjög, dreymdi, að hann kæmi til sín, stryki mjúklega
vanga hennar og mælti fram þessa vísu:
Lífs og dauða er ráðin rún,
röðull á öllum tindum,
dýrðin sjálf við brá og brún
blasir í glæstum myndum.
Fyrir löngu var það, að maður týndist úr haustleitum;
hafði gert stórhríð á leitarmenn, komust þeir þó til bæja,
nema þessi eini maður, sem aldrei fannst. Mörgum árum
seinna, dreymdi einn þessara gangnamanna, að hann væri
staddur á heiðum uppi, þykir honum þá, að þessi týndi
félagi sinn komi til sín dapur í bragði. Ekkert vildi hann
segja af sínum högum, en þessa stöku kvað hann með
dimmri rödd:
Tvístrast beinin til og frá,
talið er margt til saka.
Milli drauga í djúpri gjá
dauf er hún langa vaka.
Yið seinasta stefið vaknaði sá, er dreymdi, og var honum
sem hann sæi félaga sinn ganga frá rúminu.
Þá eru hér nokkrar vísur vestan frá Djúpi. Sýna þær
meðal annars, hve ísfirzki sjómaðurinn er samgróinn
Djúpinu sínu.
Gamall sjógarpur, sem sótt hafði sjó um tugi ára þar
vestra, drukknaði undir Stigahlíð með allri skipshöfn í
einu aftaka-veðrinu, sem ekki eru ótíð við Djúp. Kunn-
ingja hans, sem náð hafði landi, nauðulega þó, í þessu
sama veðri, dreymdi gamla manninn, kom hann til hans
og kvað:
Tíðum dró eg djúpt í skut
úr Djúpinu þungan vaðinn.
Nú hefir Ægir heilan hlut
heimtað af mér í staðinn.
Bátur fórst eitt sinn á leið frá ísafirði til Jökulfjarða.
Einn þeirra manna, sem þar drukknuðu, vitjaði konu í
svefni og kvað: