Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 96
94
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
sambandi mætti til skýringar minna á nýjustu aðferðir í
uppeldi heyrnarsljórra og sjóndapurra. Kennarinn hróp-
ar ekki í eyra heyrnarsljóu barni, hann hvíslar að því.
Gagnvart hvíslinu beinist athygli barnsins að fínustu sér-
kennum hljóðanna, en við það eykst næmleiki heyrnar-
skynsins, rétt eins og orka og lipurð unglingsins við lík-
amsæfingarnar. Með þessari aðferð eru heyrnarsljó, sjón-
döpur og málhölt börn læknuð. Sama grundvallarregla
gildir um að glæða næmlyndi hjá barninu. Ef barninu er
ávallt stjórnað með háværum skipunum og skilningslausri
hörku, brestur næmlyndi þess öll þroskaskilyrði. Það vant-
ar lífsloft og næringu, en jafnframt sáir einstrengisleg
harðneskja illgresi í sálu barnsins og hamlar þannig vexti
og viðgangi næmlyndisins, — ef þessi líking er leyfileg-
Foreldrar ættu að vera minnug þess, að næmlyndi er barn-
inu mikilsverður hæfileiki. Næmlyndur maður verður
jafnvel hinna minnstu áhrifa var, er móttækilegur fyrir
nýja strauma og þekkingu, næmur á breytt ástand og
hugarfar. Þetta gefur honum aðstöðu til að taka fasta
ákvörðun og framfylgja henni, án þess að gerast þröng-
sýnn ofstækismaður. Næmlyndið frjóvgar líf hans og
starf, með því að gefa vilja hans aukna athafnamögu-
leika.
4. Geðbifun er það frumskilyrði skapgerðar, sem tor-
veldast virðist að ná til með uppeldislegum áhrifum. Hér
er jafnvel erfitt að benda á möguleika óbeinna áhrifa-
Hvernig ætti að takast að auka magn og dýpt hrifningar-
innar? Er ekki hæfileikinn til hrifni og eldmóðs áskapað-
ur og þannig ákveðinn án afskipta menntgjafans? Áskap-
aður er hann að vísu, en enginn hæfileiki er í þroskun
sinni óháður áhrifum umhverfisins. T. d. eru þau áhrif,
sem spilla geðbifunarhæfninni, mjög algeng. Jafnvel þótt
jákvæð áhrif virtust ómöguleg, væri menntgjafanum þo
mikils vert að þekkja þau áhrif, sem mest hamla þróun
geðbifunarhæfninnar.
Ekkert boðorð uppeldisfræðinnar er einfaldara — og
fá eru tíðar brotin — en það, að trufla ekki áform barns-