Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 103
Skírnir]
Sendiherrar.
101
frá samningum og þess háttar. Þeir, sem tilheyra síðar-
nefnda flokknum, eru venjulega nefndir délégués (full-
trúar), en hinir diplomater. Diplomate er komið af gríska
orðinu diploma, sem þýðir skjal, og er almennt notað um
sendimenn þá („diplomatiska sendiherra"), sem nefndir
eru hér að framan; sendiherrastéttin er iðulega kölluð
diplomatie. Framangreind skipting hefir þó frekar litla
þýðingu, því að réttarstaða beggja flokka er hin sama að
þjóðarétti.
Ennfremur er sendiherrum skipt í flokka eftir tign. Á
Vínarfundinum 1815 var sendiherrum raðað niður í þrjá
flokka, en á fundi, sem haldinn var í Aachen þremur ár-
um síðar, var einum flokki bætt við (sem er þriðji tignar-
flokkurinn) og hafa þeir síðan verið fjórir. Æðstir að
tign eru ambassadeurs. Þeir teljast vera staðgöngumenn
þjóðhöfðingjans, og sem slíkir eiga þeir rétt á að semja
við sjálfan þjóðhöfðingja þess ríkis, sem þeir dvelja í.
Þessi réttur er næsta þýðingarlaus nú á tímum, þar sem
öll mikilvæg mál fara um hendur ráðherra utanríkismál-
anna. Stórveldin og einstaka ríki önnur, svo og Þjóða-
bandalagið, eru talin eiga rétt á að nota þennan flokk
sendimanna, en það eru þó eingöngu stórveldin, sem nota
Þá, og aðallega sín á milli. Æðstu sendimenn páfans, legati
og nuntii, teljast einnig til þessa flokks. f næsta flokki eru
envoyés extraordinaires et ministres plénipotentiaires
(sérlegir sendiherrar og ráðherrar með umboði). 1 þenn-
an flokk koma allir fastir sendiherrar, sem vér í daglegu
tali nefnum sendiherra. Jafnir þeim að tign eru sendi-
öienn páfa, sem internuntii nefnast. f þriðja flokknum,
sem bætt var við í Aachen 1818, eru ministres résidents;
þeir eru lítið notaðir nú á tímum. í f jórða og lægsta flokk-
iun koma svo chargés d’affaires.
Sendimenn í þremur fyrst nefndu flokkunum hafa em-
bættisumboð frá þjóðhöfðingja sendiríkisins til þjóðhöfð-
i^gja viðtökuríkisins, en sendimenn í fjórða flokki hafa
embættisumboð frá utanríkismálaráðherra sendiríkisins
til utanríkismálaráðherra viðtökuríkisins. Innan hvers