Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 167
Skírnir] Stjörnu-Oddi Helgason og íslenzk vísindasaga.
165
VI.
Þá kemur nú loks að því, sem mér einkum þykir stór-
fróðlegt um draum Stjörnu-Odda. Odda dreymdi, eins og
áður er sagt, að hann væri heima hjá sér í Múla, og væri
þar gestur kominn, sem beðinn var að skemmta eitthvað,
og sagði þá sögu og hóf á þessa leið: „Hróðbjartr hefir
konungr heitit“ o. s. frv. Annar konungur er til sögunn-
ar nefndur og hét sá Geirviðr, en Dagfinnur skáld hans.
En þegar ekki er langt liðið á drauminn, „þá er frá því
at segja, er mjök er undarligt, at þá brá því við í draum-
inum Odda, at hann Oddi sjálfr þóttist vera þessi maðr
Dagfinnr, en gestrinn sá er söguna sagði er nú úr sög-
unni ok drauminum, en þá þóttist hann sjálfr sjá ok
vita alt þat, er héðan af er í drauminum. En nú síðan
er drauminn svá at segja, sem honum þætti sjálfum fyrir
sik bera, Odda, þá þóttist hann vera Dagfinnr ok ráðast
í ferðina með konunginum Geirviði".
Málalengingar þessar eru eftirtektarverðar vegna
þess, að þar kemur svo glögglega fram merkileg (og dálítið
vandræðaleg) tilfinning þess, að um eitthvað mjög þýð-
ingarmikið sé að ræða. En ekki er um það að villast,
hversu kennir þarna skarpleika stjörnuvitringsins, þar
sem hann er, að heita má, að því kominn að uppgötva
það, sem er undirstöðuatriði, þegar skilja skal eðli draum-
lífsins. Dagfinnur skáld verður þarna draumgjafi Odda,
en stilliáhrif fólksins á bænum fengu honum þann draum-
gjafa, sem honum var svona býsna ólíkur.
Mér hefir þótt gaman að því að sjá, að hin íslenzka
uPPgötvun á eðli draumlífsins, sem reynast mun upphaf
nyrrar aldar í sögu vísinda, jafnvel á miklu stórkostlegri
hátt en uppgötvanir þær, sem leitt hafa til hinnar nýju
eðlisfræði, skuli ekki vera án alls sambands við athug-
anir eins af merkilegustu fræðimönnum íslenzkrar forn-
aldar, sem, eins og eg hefi leitt nokkur rök að, virðist hafa
haft hug á að skoða eigi einungis stjörnurnar heldur
einnig steinana.