Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 112
110
Sendiherrar.
[Skírnir
að setja rétt þar, og lögreglumenn geta ekki fengið að-
gang að bústaðnum, til þess að gegna erindum sínum, nema
leyfi sendiherra komi til. Þessi réttur gildir þó ekki alveg
óskorað, því að hann er ekki talinn ná lengra en nauð-
synlegt er til þess að vernda sendiherrann sjálfan, starfs-
fólkið við sendiráðið og skjalasafn þess. Ef afbrotamaður
leitar sér griðastaðar í sendiráðinu vegna afbrota, sem
hann hefir framið utan þess, getur sendiherra ekki haldið
fram jus asyli (griðarétt), og neitað að afhenda brota-
manninn, ef stjórnarvöldin krefjast þess, en geri hann
það, er talið heimilt að hafa manninn á brott með valdi, ef
þörf krefur. Sama gildir, ef maður, sem ekki nýtur úr-
lendisréttinda, fremur glæp inni í sendiráðinu, og ekki
myndi sendiherra talið heimilt að hafa slíkan mann í haldi
í sendiráðinu í þeim tilgangi að framselja hann yfirvöld-
unum í sínu eigin landi. Afbrotið hefir verið framið í við-
tökuríkinu og stjórnarvöld þess eiga því heimtingu á að
hann sé framseldur til að þola dóm þar samkvæmt lögum
þess lands. Nokkuð öðru máli er að gegna um pólitíska
flóttamenn eða afbrotamenn. Það er að vísu svo, að í Ev-
rópu munu menn vera sammála um, að ekki megi sam-
kvæmt þjóðarétti veita slíkum mönnum griðarétt, en þó
eru mörg dæmi þess allt fram til vorra daga, að flótta-
menn hafa getað leitað sér skjóls í bústöðum erlendra
sendiherra, og nokkur ríki í Ameríku hafa gert með sér
samning um, að þessi réttur skuli heimilaður, með nokkr-
um takmörkunum þó, þegar sérstaklega stendur á.
Auk sendiherrans sjálfs og fjölskyldu hans, en til henn-
ar teljast að þjóðarétti líklega ekki aðrir en kona hans og
börn, njóta einnig sendiráðsritarar og ráðunautar (at-
tachés) ásamt fjölskyldum sínum, svo og annað starfsfólk
við sendiráðið, úrlendisréttinda, sem að framan eru talin.
Útlent þjónustufólk nýtur yfirleitt réttindanna líka, en
talið er vafasamt, hvort innlent þjónustufólk getur notið
þeirra. Hér verður þó ekki farið nánar út í þá sálma.
Þó að fólk það, sem nú var nefnt, sé eigi bundið við
lög viðtökuríkisins, er þar með ekki heldur sagt, að þa5