Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 169
Skírnir] Björn Gunnlaugsson og Uppdráttur íslands.
167
allar strendur íslands yrðu mældar, var brýn nauðsyn á
bví, að verk þetta yrði framkvæmt. Rentukammerið tók
vel í málið, og konungur féllst að mestu á tillögur þess um
framkvæmd málsins. Danskir og norskir herforingjar önn-
uðust sjálfir mælingarnar á árunum 1801—1818. Eftir
þessum mælingum, voru gefnir út fimm uppdrættir af
allri strandlengju landsins í mælikvarðanum 1:250000.
Komu þeir út á árunum 1818—1824, og gaf „Det danske
Sökortarkiv i Kjöbenhavn“ þá út undir stjórn P. de Lö-
wenörns, sem var forstöðumaður stofnunarinnar og mesti
hvatamaður strandmælingarinnar.
Uppdrættir þessir eru prýðisvel gerðir. Frágangur og
nákvæmni er þó ekki eins á þeim öllum, enda voru ýmsir
menn, sem að þeim unnu. Þeir eru prentaðir eftir kopar-
■stungu, og geta enn þann dag í dag talizt grundvöllur sjó-
Lortanna, þótt þeir hafi verið lagfærðir eftir síðari mæl-
ingum.
Mjög erfitt er fyrir þá, sem ekki hafa fengizt við svip-
aðar landmælingar, að gera sér í hugarlund, hvílíkt feikna
verk liggur í uppdráttum þessum, þegar þess er gætt, að
landið gat heitið ómælt áður. Grundvöllur uppdráttarins
«r þríhyrningamæling. Sú mæling er í því fólgin, að mað-
ur hugsar sér, að lagt sé net með þríhyrndum möskvum
yfir land það, sem mæla á. Möskvarnir eða þríhyrning-
arnir geta verið stórir, svo stórir, að hliðar þeirra eru
tugir kílómetra. Allir staðir, þar sem hnútar eru í net-
inu, eru merktir með vörðum eða öðrum merkjum, og nefn-
ast staðir þessir þríhyrningamælistaðir. Mæling þarf helzt
að fara fram á öllum þessum stöðum. Mælingin er í því
íólgin, að hornin í þríhyrningunum eru mæld. Til þess að
það sé hægt, þarf að sjást til hinna hornpunktanna á öll-
um þríhyrningunum, sem liggja að mælistaðnum. Ef mæld
hefir verið lengd einnar hliðar í einhverjum þríhyrningnum,
er hægt að reikna út lengdir allra annara hliða í þríhyrn-
inganetinu og setja alla mælistaðina á uppdrátt, svo að
Þeir hafi rétta afstöðu hver til annars. Þríhyrningarnir
hurfa helzt að vera nokkuð reglulegir að lögun — öll horn-