Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 161
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
159
ingi, sálufélag, sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá hin-
um útvöldu seytjándu-aldar-mönnum.
Bókin er skopteikning af höfundinum sjálfum með ann-
an fótinn í fornöld og hinn í nútíð, með miðöldina dans-
andi í kring um hann. Hugmyndin er snjöll og prýðilega
útfærð, og hún gildir eigi að síður, þótt íslendingar yfir-
leitt sé settir inn í hana í stað höfundarins.
VI.
Þetta er orðin of löng grein og hefir þó aðeins verið
dvalið við höfuðdrættina í rithöfundarferli Gunnars. Hér
hefir ekki unnizt rúm til að tala um kvæði hans, leikrit eða
um allar smásögurnar, sem fylla fjögur bindi. Ekki hefir
hér heldur verið minnzt á hina síðustu sögu hans Advent
irn Hochgebirge, 1937, um trúmensku og hreysti íslenzkra
eftirleitarmanna, sögu, sem vel má flokka með smásögun-
um. Þess skal þó getið um smásögurnar, að þótt Gunnar
beri þar ýmislegt við, sem hann ekki hættir til í hinum
stærri sögum, þá bera þær yfirleitt sama blæ og kaflar úr
hinum lengri verkum hans. Sumar eru tilraunir í sálar-
fræði, og enn fleiri eru tilraunir til að skapa stemningu, en
Gunnar er meistari í þeirri list.
Ein er þó sú spurning um ritmennsku Gunnars, sem er
svo mikilvæg, að tilraun verður að gera til að svara henni:
Hvert er samhengi heimspekis-skáldsganna og skáldsagn-
unna um fortíðina?
í hinum fyrnefndu er Gunnar og söguhetjur hans alltaf
á þönum eftir lífsspeki, trú, sem hægt sé að lifa á. í hin-
um síðarnefndu eru söguhetjurnar (að undanteknum
Gunnari sjálfum í æfisögunni) ekki lengur svo eldheitar í
leitinni að sannleikanum, miklu heldur virðist svo sem
flestar þeirra hafi sína trú og lifi á henni tíðinda- og fyr-
irhafnarlítið.
Spurningin er þá: hefir Gunnar sjálfur misst alla löngun
til að leita að tilgangi lífsins, eða hefir hann í raun og veru
fundið þá trú, sem nú nægir honum sjálfum. Sé svo, þá