Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 65
Skírnir] Endurminningar frá isaárunum 1880—86.
63
munu þeir menn fá trauSlega skilið, sem aldrei hafa séð
inn í jötunheima norðursins.
Eftir hátíðir tók frostið að læsa sig inn í öll híbýli manna
og fénaðar. Fjárhús föður míns voru gerð í gömlum stíl,
heldur lág og nokkuð niðurgrafin, og að hálfu í fönn.
Þó voru þau svo gaddfrosin innst inn í króahorn, að tað-
skánin í þeim var undir fæti eins og steinlagt stræti. Eg
rak stundum lömb í lind til að drekka, fyrir föður minn,
þenna vetur. Að því búnu hljóp eg inn í baðstofu, settist
á rúmstokk og barði saman fótunum til að hlýja þeim.
Eg drep á þetta, eigi til þess að gera heyrinkunna kvein-
stafi einstaklings, því að þrátt fyrir allt, hefi eg þó enn
fætur fyrir mig að bera, heldur er hitt, að þetta er al-
mennt dæmi frá þessum fimbulvetri.
Þegar leið fram yfir nýár, var skyr borið inn í baðstofu
til að þíða það, svo að ætt væri, skorið eða höggvið upp
úr ílátum. Þegar eg nú minnist á þetta, finnst mér sem eg
hafi uppi í mér enn skyrskrofið, og að í því ískri milli
tannanna.
Þenna vetur voru norður þar lagðir íshlemmar utan yfir
g'luggaskansa á baðstofum, til að hlífa við því, að bað-
stofurnar yrðu innkulsa. Þessir íshlerar leyfðu nokkuru
l.iósi að fara gegnum sig, eða dagsglætu. Þessir klaka-
hlemmar voru þannig tilbúnir, að vatn var látið frjósa í
trogum, þangað til ísinn var orðinn svo sem þumlungs
þykkur, var hann tekinn ofan af dallinum og lagður yfir
gluggaskotið til hlífðar fyrir aðsúgi hörkunnar. Sumir
mokuðu snjó á glugga til skjóls — á kveldin.
Þögnin, sem ríkir í nágrenni hafþakanna, er sannköll-
uð dauðaþögn. Ávalt, þegar íslaust er hafið, lætur norð-
austan bylgjan mikið yfir sér við ströndina. Hennar há-
reysti heitir mörgum nöfnum: brimhljóð, brimgnýr, sjáv-
arhljóð, báruskvaldur. Hafísinn læsir niðri öll hljóðfæri,
sem „eylúðurs níu brúðir“ eiga í vitum sínum. Þessi dauða-
þögn er að því leyti ónotaleg, að hún minnir á, hve mað-
urinn, sem reikar um flæðarmálið, er máttvana andspæn-
is beljökum þessa stórveldis, einstaklingum og heild.