Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 136
134
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
því að miðla vísindalegri þekkingu og fræðslu um mark-
aðshorfur og koma skipulagi á sölu. 1 öllum löndum er
rúm fyrir gagnlega aukningu slíkra samvinnufyrirtækja.
Þá má og hjálpa bændum mjög með fræðslustarfsemi.
Ríkisstjórnir, sem eru að gera ráðstafanir til að. bæta
mataræðið, geta greitt fyrir þeirri starfsemi sinni og um
leið verulega stutt að hagkvæmum breytingum á landbún-
aðinum, með því að fræða um það, í hvaða áttir líklegt er
að eftirspurn fæðuefna beinist.
Bóndi — fæddu sjálfan l>is’.
Fæði sveitafólks er mjög alvarlegt mál, sérstaklega á
þeim svæðum, þar sem uppskeran er að eins einu sinni
eða tvisvar á ári og er seld innanlands eða utan, en úr því
má bæta að miklu leyti með því, að fá bændur til að rækta
til eigin nota eins mikið og þeir geta af verndarfæðu. Það
er sorglegt öfugstreymi, að vaneldi er í mörgum löndum
sérstaklega alvarlegt meðal þeirra, er framleiða fæðu.
Með því að til betri næringar þarf fjölbreytta fæðu, þá
mun hin almenna viðleitni að bæta næringuna neyða bænd-
ur til að framleiða fjölbreyttari fæðuefni, og getur ekki
hjá því farið, að fæði sjálfra þeirra njóti góðs af því.
Næringarsérfræðingar Þjóðabandalagsins telja sérstak-
lega mikilsvert, að fræða smábændur um næringargildi
mjólkurbúsafurða, grænmetis og ávaxta, svo að þeir beini
ekki viðleitni sinni of einstrengingslega að því, að fram-
leiða til að selja, heldur framleiði sem mest af fæðu með
miklu næringargildi til heimilisnota.
Önnur ráð, sem stjórnarvöld ættu að taka til greina, til
þess að vernda og styðja bændur, meðan landbúnaðurinn
er að komast í lag, eru: stofnanir til þess að veita þeim
stöðuga fræðslu um síðustu framfarir í landbúnaðarhátt-
um og aðferðum og þróun markaðsins; aðstoð í barátt-
unni við dýrasjúkdóma; kaup á betra útsæði og kaup á
fóðri og áburði við hæfilegu verði; samgöngubætur; efl-
ing lánsstofnana landbúnaðarins, og hvatning til að kaupa
innlendar vörur.