Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 80
78
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
hneigðar og vaknandi siðgæðisvitundar viljum vér athuga
nokkru nánar.
Barnið elskar móður sína, föður, systkini og aðra þár
sem náin afskipti hafa af því. Það sér fyrir sér framkomu
þeirra, kynnist skoðunum þeirra og hegðunarkröfum. Ást
þess laðar það til að líkjast þeim, sem það ann, hvetur það
til auðsveipni og vekur því virðingu gagnvart vilja þeirra.
Hér er því um einskonar jákvæða hugsefjun að ræða, sem
innrætir barninu frumdrögin að siðgæðisskoðun heildar-
innar, — hægt og hægt, oft án þess að því verði ljóst, að
hér er um hlutrænar kröfur að ræða. Hneigðir barnsins
til samúðar, auðsveipni og hreinskilni eru sterkari gagn-
vart ástríkri móður en fjarkomnari. í þessu atriði meðal
annars er fólgin hin sterka menntunarmegund móður-
ástarinnar.
Siðgæðisvitund barnsins vaknar og þroskast undir áhrif-
um móðurástarinnar eins og blóm undir ylgeislum vorsól-
arinnar. Gagnvart móðurinni vakna barninu fyrstu sið-
gæðiskenndir. Móðirin er því yfirnáttúrleg að viti, mætti
og gæðum. Hún veit ávallt mun á góðu og illu, réttu og
röngu. Það er því ekki ástin ein, sem tengir barnið móð-
urinni, heldur jafnframt töfrakennd tengsl, sem binda
hinn vanmáttka við hinn sterka. Af þessum sökum veit-
ist móðurinni oftast auðvelt að vekja trúartilfinningar
barnsins. En jafnframt því, sem barnið innrætir sér sið-
gæðisanda heildarinnar, öðlast það skilning á siðgæðistign
móðurinnar. Hið fyrsta hugboð um siðgæðisgildi móður-
innar vekur barninu kenndræna virðingu fyrir henni. í
fyrstu takmarkast þessi kennd við þá nákomnustu, en svið
hennar víkkar í vaxandi kynningu barnsins af persónum
umhverfisins; í stöðugri þróun beinist hún að æ fjarskyld-
ari. Gagnvart þessari virðingu, sem nefna mætti tign
mannlegrar verundar, finnur barnið til lotningar og
skyldu; í brjósti þess vaknar rödd, sem dæmir um hegð-
un þess og afstöðu til annara. Vér nefnum hana samvizku.
Hræringar samvizkunnar beina fyrstar athygli barnsins
að eigin verund, eg-verunni. 1 órjúfandi tengslum eg-ver-