Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 22
20
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
árum fór og fram manntal um allt landið. Og noklcrum ár-
um síðar sjáum vér, að Lögréttan hefir tekið hin fornu
landslög til nýrrar endurskoðunar. Á Alþingi 1117 er það
svo samþykkt, að landslögin skuli færast á skrá og nefnd
skipuð til að annast verkið og gera þær breytingar á lög-
unum, sem henta þætti. Þegar vér svo um leið athugum
það, hver tilgangur landnámaritunarinnar er, þá má það
heita gefið, að hún muni vera einn liðurinn í þeirri mál-
efnaþróun þjóðfélagsins, sem nú var rakin. Verður að
telja það meira en líklegt, að það sé einmitt endurskoðun
fornlaganna, sem er hin beina orsök til þess, að um þetta
leyti var hafizt handa um söfnun landnámssagna og skrá-
setningu þeirra. Og þeirri hugsun verður ekki varizt, að
hin dýpsta undirrót þessa stórfellda söfnunarstarfs hafi
verið áform um, að innleiða hér á landi óðalsrétt í ein-
hverri mynd. I norskum fornlögum var það höfuðskilyrði
fyrir óðalsréttindum, að jarðeignin hefði gengið í sömu
ætt í minnst 4 til 6 ættliði. Sú kynslóð, sem byggði ísland
um 1100, var komin í 5. til 7. lið frá landnemunum.
Ætla má, að landnámsrannsóknunum og skráningu
þeirra hafi verið lokið að mestu áður en laganefnd Lög-
réttunnar settist á rökstóla hjá Hafliða Mássyni haustið
1117. Samrýmist þetta og bezt aldri Landnámuritaranna,
svo sem fyrr var greint. Efnissöfnunin hefir sjálfsagt að
nokkru leyti farið fram á Alþingi. Þangað hefir þeim
mönnum verið stefnt, sem fróðastir voru um landnámssög-
ur. Þetta atriði gæti skýrt, hvers vegna svo margar ættir í
Landnámu virðast vera raktar niður til samtíðar Kol-
skeggs og Ara í nærsveitum Þingvalla. En svo sem eðli-
legt er, hefir þótt betur henta í hinum fjarlægu þingum,
að fela einum til tveim fróðum mönnum söfnunina þar,
sem svo hafa að loknu starfi gefið skýrslur sínar á Alþingi-
Vér vitum, að í hlut Kolskeggs hins vitra féll landnáms-
sagnasöfnun Suðausturlandsins. Það er auðskýrt, hvers-
vegna hans eins er sérstaklega getið sem Landnámuhöf-
undar. Það er vegna þess, að hann var hvorttveggja í senn
höfundur og ritari landnámssögu síns landshluta. Eftir að