Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 177
Skírnir]
Töfrar bragarháttanna.
175
ar og höfuðstafir. Tvö áherzluatkvæði í 1. braglínu byrja
á sama staf: þ, /jykkju-/iung — það eru stuðlarnir, — og
fyrsta áherzluatkvæði í næstu braglínu byrjar á sama staf r
þröng, það er höfuðstafurinn. Eins í 3. og 4. braglínu
svangan — svelgja — söng. Loks er rímið eða hendingarn-
ar. Hér er innrím, þ. e. hendingar innan hverrar braglínu.
Rang — þung kallast skothending. Þar fara sömu samhljóð
(ng) á eftir ólíkum sérhljóðum (a — ú); þröng — göng
kallast aðalhending. Þar fara sömu samhljóð eftir sama.
sérhljóði. I síðari helmingi vísunnar eru hendingarnar eins.
og í fyrri helmingi, svo að 1. og 3. og 2. og 4. braglína.
ríma saman í aðalhendingum bæði í upphafi og enda brag-
línanna:
rang - svang - þröng - söng; þung - lung - göng - spöng,
Af þessu dæmi getum vér nú dregið almenn einkenni og
eðli bragarháttar. Bragarháttur fylgir fastri reglu. Hann
er lögbundinn. Grundvöllurinn er hrynjandin í vísuorðun-
um, það hvernig þung og létt atkvæði skiptast á. í þessari
vísu fylgja allar braglínurnar sömu reglu í því efni. Undir
eins og vér höfum lesið 1. braglínuna, erum vér undir það
búnir að lesa þá næstu. Hátturinn er kominn í oss, hann
hefir stillt oss á sérstakan hátt. Það er eins og þegar vér
göngum upp stiga í myrkri. Undir eins og vér erum komn-
ir upp nokkrar tröppur, taka fæturnir ósjálfrátt jafnlöng
skref og á undan fóru. Sé ein trappan hærri, erum vér
vissir að hnjóta illa um hana. Ef vísan væri t. d. svona:
Rangá fannst mér þykkju-þung
þröng mér opnaði dauðans göng.
Þá mundum vér líka hnjóta við, af því að þarna kæmi
allt í einu þríliður fyrir tvílið. Oss mundi þykja það spilla
vísunni, ef það kæmi aðeins fyrir í einni braglínu, af því
að það væri brot á reglu, en væri það eins í þeim öllum,
mundi það ef til vill þykja, fremur til bóta, af því að það
yki tilbreytnina. Nautnin, sem vér höfum af bragarhætti,
er nú að miklu leyti sprottin af því, að eftirvæntingin, sem
einn bragliðurinn eða ein braglínan vekur, rætist í því sem
á eftir fer Það er gleðin af að finna, að allt kemur heim,,