Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 63
Skírnir] Endurminningar frá ísaárunum 1880—86.
61
in framkvæmd og aðstoð bónda komust þeir í húsaskjólið.
Þess vegna var eldur uppi svo síðla, að sonur hjónanna
í kotinu hafði farið þennan morgun í hestaleit suður í
Möðrudalsheiði og var eldurinn uppi hans vegna — hon-
um til leiðarvísis, ef svo mætti verða, að reykjarþefurinn
yrði honum að liði. Harðsporinn, sem þeir fundu um dag-
inn, var eftir þennan dreng. — Hann varð úti og fannst
löngu seinna.
Sögumaður minn fór næsta dag í fjárhúsin með bónda.
Þá voru þeir hríðtepptir, sem svo er kallað, í kotinu. Bóndi
lét þá á sér skilja, að hann örvænti um son sinn — dul-
ur maður og fámáll.
Næsti áfangi var að Grímsstöðum á Fjöllum, þaðan til
Reykjahlíðar. Veðuráttin var grimmdarleg, frostlíming-
ur í fönninni og ýldi í snjó og skíðum, þegar þau gerðu
upp reikninginn sín í milli. Þessi ferðalangur kom í bæj-
ardyr föður míns á aðfangadagskveld jóla, grár fyrir hær-
um, sem veðráttan hafði gert honum, skeggið frosið og
héluloðinn feldurinn. Þessi maður hét Jón, bjó lengi á
Björgum í Köldukinn, sterkur maður og öruggur til karl-
mennsku.
Jól þessa vetrar urðu mörgum minnisstæð. Þá geisaði
grimmdar stórhríð. Vatnsbólið á Sandi var þá í lind suður
frá bænum. Vatnið handa mönnum og kúm var borið í
tréfötum. Strokklok voru sett í fötuopin, svo að síður fyki
upp úr þeim. Leiðin úr vatnsbólinu mundi nema 100—150
metrum. Eftir því sem hríðin var harðari og lengri, svarf
að lindinni. Föturnar urðu eins og klakadrellir. Eg stóð í
bæjardyrum til að opna og loka, því að bera þurfti vatnið
þá leið. Hríðargusurnar komu framan í mig í bæjardyr-
unum, svo að eg saup hveljur og stóð á öndinni. Fram á
hlaðinu, fimm faðma frá dyrum, stóðu svo kallaðir hjall-
stólpar úr rekaviði. Eigi grillti í stólpana. Frostið 16—18
stig á R., ofviðrið illstætt. Þessi hríð geisaði í þrjá sólar-
hringa, eða fimm dægur. Þá urðu úti tvær vinnukonur
frá Þverá í Laxárdal; fóru yfir að Kasthvammi á jóla-
úagsmorgun, þaðan til baka að Halldórsstöðum, héldu