Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 94
[
92 Siðgæðisvitund og skapgerðarlist. [Skirnir
máli gegnir með umvandanir sem eina tegund hegninga!)
Veldur því margt, m. a. ónæmi barnsins og gleymni á sér-
firrð hugtök og hugsanasambönd, en þó einkum sérleiki
siðgæðisvitundar þess; fortölurnar ná ekki til samvizku
barnsins. Barnið fær ekki skilið annarlegt siðgæði heildar-
innar, ef það birtist aðeins í innantómu formi orðanna.
Því láta börn oft lítið skipast við skynsamlegar fortölur
og gleyma fljótt boðorðum, sem þeim voru þannig gefin.
Jafnvel fullorðnum finnst oft, sem fortölur ráðholls vin-
ar komi eins og utan af þekju, og að hann skilji alls ekki
þá afstöðu, sem um er að ræða. Barnið er í eðli sínu raun-
sæisvera og verður að uppgötva boðorð siðalögmálsins í
sínum barnslegu viðfangsefnum. Siðgæðislögmálið verð-
ur að birtast því í sjálfsögðu og skiljanlegu formi, eins og
leikreglurnar. Barninu verður að vakna áhugi, löngun til
að hafa siðareglurnar á valdi sínu. Samkvæmt þessari
viðleitni á það að njóta viðurkenningar innan fjölskyld-
unnar, „fá að vera með“, eins og í leiknum. Þessi aðferð
byggist á því, að foreldrarnir fái barninu hæfileg við-
fangsefni. Þá myndu langar fortölur oftast óþarfar gagn-
vart börnum. En sorglegt er til þess að vita, hve lítið ýms-
ir foreldrar læra af reynslunni í þessu efni. f hinum fróð-
lega bæklingi sínum, „Uppeldisvillur“, segir frú Hetzer
frá foreldrum, sem ætluðu að innræta tveim sonum sín-
um bróðurást með fortölum. Þau völdu þá leið, að gefa
aldrei nema öðrum drengnum sælgæti í senn, og sýna hon-
um svo fram á það með áminningum og umvöndunum, að
það væri kristileg skylda hans að gefa helminginn bróður
sínum, sem ekkert hefði fengið. Eldri bróðirinn, 9 ára,
sýndi oft mótþróa, og fékk ávítur og refsingu fyrir. í
laumi gaf hann bróður sínum miklu meira en krafizt var,
en harðbannaði honum að segja foreldrunum frá því.
Þetta dæmi er lærdómsríkt. Drengurinn skilur ekki til-
ganginn í kröfu foreldranna (sem er mjög heimskuleg),
en aftur á móti skilur hann, að mótsögn er milli orða
þeirra og gerða: þau gefa honum það, sem báðir bræðurn-
ir eiga að fá, aðeins af sérvizku. Fortölur þeirra leiða til