Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 198
196
Ritdómar.
[Skírnir
ér maðurinn elst upp við, og menningarástands hans sjálfs. Mann-
inn ber að ala upp til þeirra siðferðilegu verðmæta, sem félagslífið
heldur í heiðri; hann á að læra að meta þau svo, að hann gerist
bæði þjónn þeirra og forvígismaður. Til þessa þarf hann að vílcka
;sinn eigin sjóndeildarhring, læra að meta það, sem gott er talið og
verðmætt, og samræma verðmætin hvert öðru í sinni eigin sál. í
þessu er hin innri menning fólgin. En uppeldið á að vera í þessu
þrennu fólgið, að æfa og þroska alla siðferðilega og andlega hæfi-
leika mannsins, kenna honum að beina þeim að verðmætum mark-
miðum og skipa þeim öllum undir hina æðstu menningarhugsjón,
eða með öðrum orðum reyna að gera manninn að persónugerv-
ingi hins sanna siðgæðis, hvaða stétt eða stöðu sem hann kann að
skipa í félagslífinu. Hvorki gáfur, þekking né tækni ná fullu gildi
sínu, fyrr en þeim er beitt í þjónustu vaxandi siðferðilegrar menn-
ingar, og því er, auk þekkingar og tækni, mest um vert þróun sjálfs
siðavitsins og skapgerðarinnar. Auðvitað komast menn misjafnlega
langt í þróun þessari; en það er markmið uppeldisins, að koma
þeim sem lengst á þessari braut og þroska ekki einungis þekkingu
þeirra, tækni og starfshæfileika, heldur og siðavit þeirra, sam-
vizku og skapgerð, svo að menn viti, hvernig þeir, hver með sínu
starfi, geti bezt unnið að alþjóðarheill og vaxandi menningu.
Því lagði Kerschensteiner svo mikið upp úr iðjuskólum sínum,
að þar áttu menn ekki einungis að læra iðju þá, sem þeir ætluðu
að stunda, heldur og læra að vinna saman að vaxandi menningu á
öllum sviðum félagslífsins, og þroska skapgerð sína svo, að þeir
gætu unnið með heill alþjóðar fyrir augum.
Auk þess sem K. lýsir þannig tilganginum með uppeldinu, lýsir
hann sálarhæfileikum kennara og nemenda; skapgerðinni og þjálf-
un hennar; hinu borgaralega og félagslega uppeldi; iðjuskólunum
svonefndu; nauðsyn náttúrufræðilegrar menntunar, og hvernig
skólum sé bezt fyrir komið, og loks helztu meginreglunum, er gæta
beri við allt uppeldi.
En hér er ekki rúm til að fara nánar út í einstök atriði úr uppeld-
isfræði Kerschensteiners, er felur í sér öll helztu viðfangsefni upp-
eldisfræðinnar. Aðeins skal þess getið, að þessu er öllu lýst á hinn
skipulegasta og skeleggasta hátt í doktorsritgerðinni, svo að ekki
verður betur á kosið. Og skal nú vikið nokkrum orðum að gagn-
rýni dr. Símonar sjálfs á þessum og öðrum kenningum Kerschen-
steiners.
Dr. Símon hefir ýmislegt við þessar kenningar að athuga. Fyrst
finnur hann það að skýrgreiningu K.s. á menningarhugsjón einstakl-
ingsins, að hún sé of stað- og tímabundin. En þar verð ég að vera á
nokkuð öðru máli, því að þessi skýrgreining K.s er svo almennt
Orðuð, að hún virðist geta átt við víðast hvar. Hún hljóðar svo: