Skírnir - 01.01.1938, Blaðsíða 144
142
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
það. Skrifaði kvæði, sögur, leikrit, en svalt heilu hungri,
og sendi kærustuna burt með þögn og þrjózku, þegar hún
seint og um síðir kom að vitja hans.
Árósaveran var eldskírn, sem herti í honum stál vilj-
ans. Hann naut góðs af því, þegar hann vorið eftir (1910)
átti að byrja nýtt líf í Kaupmannahöfn. Nú var að duga
eða drepast. Og Gunnar dugði. Hann hafði nú lært að
svelta, ef á þurfti að halda, og hann, þurfti ekki svo sjald-
an á því að halda næstu tvö—þrjú árin. En honum fór
líka fram með hverjum degi í valdi yfir máli og listform-
unum. Hann skrifaði og skrifaði, smásögur, sonnettur og
leikrit; og sumt af þessu gat hann jafnvel selt blöðum og
tímaritum. Fyrsta bókin hljóp af stokkunum: það var
þunnt ljóðakver, Digte, útgefið af S. V. Pio, Khöfn 1911.
Og loksins vorið 1912 skrifaði hann Ormar Örlygsson,
fyrsta hlutann af Sögu Borgarættarinnar, skrifaði hann
næstum að segja í hvelli, fór með hann til Gyldendal og
seldi honum handritið fyrir 300 krónur.
Með þessa fjármuni upp á vasann tók Gunnar skynsam-
legustu ákvörðun æfi sinnar: hann gifti sig danskri stúlku,
frk. Fransisku Jörgensen, mágkonu Einars Jónssonar,
myndhöggvara, sem ekki flutti annað í búið en ástina og
ótakmarkað traust á Gunnari.
Og traustið reyndist á góðum rökum reist. Gunnar hafði
nú nægri lífsreynslu úr að moða, en auk þess hafði hann
lært að vinna. Héðan af komu bækur hans árlega, stund-
um fleiri en ein á ári. Og fólkinu líkaði betur og betur
við bækurnar.
Ungu hjónin gátu nú flutt úr kvistherbergjum Kaup-
mannahafnar út í borgarjaðarinn. Þau gátu jafnvel keypt
sér hús uppi í sveit, Grantofte, ekki langt frá Kaupmanna-
höfn. Það var 1921, en vorið 1929 skiptu þau um bústað
og keyptu Fredsholm í Birkeröd, fagurt sveitarsetur, og
þar búa þau enn með tveim drengjum sínum og bókum
og handritum Gunnars.
Þau hafa ferðazt víða um Evrópu, og Gunnar skrifaði
eina af sínum snjöllustu bókum, Sælir eru einfaldir, í