Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 34
24
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
skipastóll nægilega mikill. En steínuskrá hinna
gömlu samveldismanna var lang-íhaldcömu't. Hún
lagói aS venju áherzlu á verndunartolla, til aó stySja
iSnaS landsins. I ræSu þeirri, er Taft flutti, er hann
tók á móti kosningu, hélt hann því fram : AS varS-
veita lýSstjórnar skipulag meS óháSu dómsvaldi, og
aukning umsýslu meS frjálsri peningaveltu. — Sér-
veldismenn lögSu áherzlu á sína gömlu kenningu um
sérveldi hvers ríkis, aS sami maSur sæti ekki í forseta-
embætti, nema um eitt kjörtíinabil, afnám verndunar-
tolla, ákveSna löggjöf gegn auófélögum, sem óháS
væri skýringum dómstólanna. — Framsóknarvængur-
inn af flokki samveldismanna (Progressives) lagSi
mesta áherzlu á mannfélagsmál til almennings heilla
og réttlæti í iönaSarmálum, umbætur í réttarfari o»
dómsmálaskipan, heilbrigSiráSstafanir fyrir verka-
lýSinn, bann gegn vinnu barna og næturvinnu kvenna.
AuSfélögin vildu þeir láta standa undir eftirliti nefnd-
ar, er skipuS væri af stjórninni. Og atkvæSisrétt
kvenna settu þeir á stefnuskrá sína.
Af því flokkarnir voru þrír, varS hver um sig aS
verjast hinum tveimur. Hinir gömlu samveldismenn
voru fremur óhepnir í meSferS mála, enda var frem-
ur vonlítiS fyrir þá, þegar í byrjan. Þeir sneru sér
einkum til íhaldsmanna meS þjóSinni, og reyndu aS
sýna fram á, aS stefna Roosevelts og þeirra, er hon-
um fylgdi, yrói til aS kollvarpa þeim slofnunum þjóS-
arinnar, er dýrmætastar hefSi reynst.
Sérveldismenn lögSu alla aöal-áherzluna á böl
verndunartollanna, og álitu þaS orsök hins stórspilta
bandalags milli fésýslu og stjórnmála. Sigur þeirra
viS kosningarnar varS jafnvel meiri en menn höfSu
búist viS, þrátt fyrir þaö, aS flokkur samveldismanna
var klofinn. Taft fekk meiri hluta aS eins í tveim
ríkjum, Utah og Vermont, og 8 atkvæSi kjörnefndar-
innar. Roosevelt varS sigursælli í sex ríkjum, og á-