Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Blaðsíða 206
KAUPIR ÞU “SYRPU”?
jæja,—LESTU SAMT ÞETTA.
Syrpa hefir nú komið út í tvö ár og útbreiSslan aukist
meS hverju heftinu sem komiS hefir. Fjöldi kaupendanna
hafa æskt þess vió útgef,, aS láta hana koma oftar — helzt
mánaSarlega — og má vera aS svo verSi síSarmeir. —
Kaupendunum líkar ritiS ágætlega, enda innihald þess á þann
veg og þaS framúrskarandi ódýrt :
$1.00 árg., 256 bls. af þéttprentuSu lesmáli í stórubroti.
“í RAUÐÁRDALN CJM”
saga J. Magnúsar Bjarnasonar hefir gripiS athygli lesend-
anna sterkum tökum — og gerir þaS enn betur þegar fram í
hana kemur lengra.
Tilefni sögunnaf er þaö, að hingað til Winnipeg kemur Islendingur,
Hálfdán Arnórsson Berg, að nafni, árið 1869. Hafði hann verið í siglingum
um öll höf heirns um meir en fjórðung aldar og síðast ræðst hann á skip er
sigla á til Húðsonsflóans. Skipið ferst þar í flóanum og liann kemst af
við illan leik við 3. mann. Síðan leggja þeir vestur til Norway-Honse og
þaðan eftir Winnipegvatni og koma til Fort Garry,þar sem nú er Winnipeg
í október 1869. A leiðinui grípur hann krankleíki er „Brighi's Disease"
nefnist. Skrifar hanu þá systur sinni, sem er gift kona á Islaudi og segir
henni hvernig komið sé ög það, að hann muni eigi aftur til heilsu komast.
Vill að liún sendi son sinn hingað vestur þegar hann sé til aldurs kom-
inn, til að sækja peninga og bankabók, sem hann grafi skamt frá espitré á
Rauðárbakkanum, nálægt húsi því, þar sem liann liggur á banabeði; varó
hann að gera það vegna þess að hér var þá engin peningastofnun og eng-
inn maöur sem liann þekti er haun gat treyst. Tíu þúsund dali var hann
beðinn fyrir af félaga sínum er lézt í liafi, og áttu að ganga til bróður hans
sem bjó í Brooklyn; fé það sem bankabókin vísi til eigi að ganga til sonar
hennar ef alt gangi að óskum, að undantekinni smá upphæð, sem borga eigi
kynblendings slúlku, sem bjúkraði houum í veikindunum og heiti Made-
leine Vanda. Verði fyrst að hafa upp á henni og fá hana til að segja hvar
liúsið sé, þar sem hann lá banaleguna, því í vissa átt frá því' sé féó
grafið, Nokkrum árum síðar sendir svo systir hans son sinn hingað, og
hefur hann svo leitina — ásamt dóttur mannsins sem tíu þúsundin áttu til
að fara — fyrst eftir þessari Madeleine Vanda og síðan fjársjóðnum.
Þetta er að eins ágrip úr I. þoetti. Skáldið fléttar svo ótal æfiutýrum
iun í þessa leit, sem eru spennandi og frámunalega skémtileg. Sagan fer
fram á fyrstu árum fslendinga hér í álfu og mun koma við sögu þeirra all-
mikið hér í Winnipeg og víðar um bygðir Islendinga í Rauðárdalnnm.
Væri ekki bezt aS kaupa rítiö frá byrjun meSan þaS er
fáanlegt? Fyrir $2.00 fyrirfram fær þú 1., 2. og 3. árgang
alls 768 blaðsíSur, — þykk bók og eiguleg.
Sjá auglýsing aftast í þessu almanaki.