Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 94
84
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
Konu þessa misti hann eftir eins árs satnbúö. Þau eignuö-
ust eina dóttur, er dó mánaöargömul. Síðari kona Stephans
heitir Súsanna. Er hún færeysk að kyni, en íslenzk í anda.
Þau hjónin eiga 2 börn, Ingu og Stephan.
Fyrstu árin, sem Stephan bjó þarna, var í sambýli með
honum mágur Súsönnu konu hans, Jens, frá Færeyjum.
Hann nam siðar land norðvestan við Dog Lake; annar
mágur Súsönnu, Harry fkona hans Wilhelmina) hefir og
numið þar land, og einnig bróðir Súsönnu, Rögnvaldur, og
frændi þeirra n.ákominn, er Kristján heitir. Er þessa fær-
eyska fólks hér getið af því það hefir samlagast svo íslend-
ingum, og ókunnugir mundu ætla, að það fólk væri íslenzkt,
Það mælir alt hversdagslega íslenzkt mál og verður t. d.
.varla- heyrt á málinu annað en Jens sé íslendingur. Þetta
færeyska fólk er alt mjög myndarlegt fólk og farnast vel,
og hefir áunnið sér virðing og vinsæld bygðarbúa. Um
þetta fólk frá Færeyjum er getið i þessum þætti um
Stephan af því að það eru tengdirnar við Stephan, sem ollu
því að það fluttist í þessa bygð.
Stephan er einn af elztu frumbyggjendum hér og einn
af þeim nafnkendustu. Ekki tekur hann mikinn þátt í al-
mennum málum, en ]iá sjaldan hann talar á mannfundum
kemur hann skýrt og ljóslega orðum að hugsun sinni, og þó
hann sé hniginn að aldri, hefir hann enn þá mikið af fram-
farahug æskumannsins.
JÓN BRANDSSON, ættaður úr Gullbringusýslu. Ekki
veit sá, er þetta ritar, hvenær Jón kom vestur um haf, eða
liingað í bygðina. Kona Jóns er Þorgerður, ættuð úr Skafta-
fellssýsht eystri; er systir S. H. Skaftfells að Narrows, sem
getið er á öðrum stað í þáttum þessum. Jón nam land við
Dog Lake norðvestanvert, en sagði því lausu aftur. Fluttist
svo suður á Siglunes og býr þar á “stjórnarlandi”; hefir ei
numið aftur 'land enn. Jón er eignalítill, en kemst allvel af,
þó hann eigi fyrir 5 börnutn að sjá.
LÁRA FRBEMAN, búsett við Moose Horn Bay; ráðs-
rnaður hjá henni er nú Jens Færeyingur, sá er áður er um