Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 166
156
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
búðarhús og margar bæjarlóöir. Þar eigum við líka báð-
ir til satnans gripabú — r a n c h —, 18 mílur frá Bassett.
Sveinn er giftur hérlendri konu, á fjóra sonu, en því mið-
ur kann enginn þeirra orð í íslenzku. Eg á þrjá sonu
aðra og' eina dóttur, sem öll eru hjá mér hér í Chicago,
þar sem við höfum átt heima síðan við fluttum frá Ne-
braska, og er dóttir mín bústýra hjá okkur. Heitir hún
Soffía, en þeir Tómas og Páll, og leggja fyrir sig mynda-
smíði. Tómas hefir fundið upp lampa, sem við það er
hafður, og fengið einkarétt (p a t e n t) á honum og selzt
hann vel. Sá yngsti heitir Hrólfnr (Ralph) og vinnur í
búð. Á síðastliðnu hausti ferðaðist eg um Kanada, kom
til Duluth og Winnipeg, með dóttur minni. Vorum að
eins fjóra daga í Winnipeg. Heimsótti eg ekki nærri
alla, sem eg vildi, því okkur fanst mikið til um kuldann
þar nyrðra. Lengst dvöldumst við í grendinni við'Wyn-
yard, þar sem eg á bróður, Jón C. Halldórsson, og tengda-
bróður, Sigurjón Sveinsson.
Enn skal eg taka fram, að Halldór Jónsson frá Múla
í Rangárþingi er búsettur í Lincoln, Nebraska, þar sem
hann á reisulegt hús, og býr þar með systur sinni og
dóttur. Helztu atriði æfi minnar, síðan eg fór frá Stóru-
völlum í Bárðardal, langar niig til að rita seinna. En álít
réttast að hafa það sér.
Jón Halldórsson.