Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 163
ALMANAK 1914
153
Sumarið I875 kom Ó. Ólafsson frá Alaska, og var
þá enn ráðinn í að flytja vestur til Nebraska, en meðan
hann var að hvíla sig eftir ferðalagið, byrjaði flutningur
til Winnipeg og Nýja íslands ; og hélt Ólafur þá ráðleg-
ast að ,,fylgjast með aðalstraumnum“, og tóku margir
Milwaukee-menn það ráð líka ; og vildu þeir fá þessa 3
sem komnir voru til Nebraska með í ,,strauminn“, en
tveir af þeim voru orðnir þreyttir á félagsskap landa
sinna,sem oft var skammlífur á þeim dögum. Enda komu
það sumar foreldrar þeirra bræðra, Halldórssona — og
tveir bræður. — Þetta fólk hafði verið heilan vetur á inn-
flytjendahúsi austur í Canada með fjölda fólks, sem flutti
til Nýja íslatids, að mig minnir. Þetta sumar fekk Jón
Halldórsson 80 bushela uppskeru af hveiti á löndum þeirra
Sigfúsar Magnússonar; það var alt sem “hoppurnar“
skildu honum eftir ; og er þessa getið afþví,aðþað var sú
fyrsta uppskera sem íslendingar fengu í Nebraska.
Ekki tóku íslendingar meira land um tíma, enda
voru engisprettur við og við í 3 ár, og hræddi það fjölda
marga burtu, sem voru búnir að búa vel um sig ; og var
straumurinn austur á haustin nærri eins mikill og hann
hafði verið á vorin vestur, og kvað svo ramt að, að sum-
ir kváðu ,,goðgá“ að tala frekar um landnám í Nebraska.
l'orfi og Sigfús létu lönd sín ganga til baka til járn-
brautarfélagsins, og sama gjörðu fjölda margir aðrir.
Þá niátti leigja lönd fyrir lítið sem ekkert, og það
•œktuð lönd með góðum bygginguni á. Þetta stóð samt
ekki lengi( því oft fengu þeir, sem leigðu löndin, nóga
uppskeru á einu ári til að borga fyrir þau.
l*vrsti íslenditigur sem gifti sig í Nebraska var Jón
Halldórsson; gekk hann að eiga Þórvöru Sveinsdóttur frá
Carði í Aðalre)'kjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Sú gifting
lór fram 19. des. I875. Sá fyrsti sem dó var Halldór