Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 59
ALMANAK 1914
49
og hann var vanur. — Hann, óSalserfinginn, baS aS
lofa sér aS yfirgefa arfinn og fara einn út í heiminn.
FaSir hans féll í stafi yfir því, aS honum skyldi
geta komiS annaS eins til hugar, og hann bældi þessa
hugsun óSara niSur meo ströngum og ákveSnum for-
töluin. Hann sagói, aS þaó væri fyrsta skylda hans,
* aS taka að sér hjörSina, því að hann hefSi veriS fædd-
ur og upp ahnn til þess, þaS væri aS svíkjast undan
merkjum, ef hann yfirgæfi alt nú, — þaS gæti ekki
komiS til álita og væri úttalað mál. Og þaS var nóg.
-— GottfreS settist stillilega niSur á þrífótinn viS hlið
móSur sinnar. Hún rétti honum hendina og hann
tók um hana meS báSum höndum. Og hann fór
ekki burtu.
Vilhjálmur og Karl fóru, brosandi, rjóSir og
hraustlegir. Þeir fóru til Brimarhafnar, þaSan til
Hoboken og þaSan til nýju álfunnar — nýja heims-
ins, þar sem svo margir góSir vegir voru þeim opnir.
Jóhann hélt áfram aS vinna á ökrunum. FriSrik
litli tíndi steina allan daginn í sólarhitanum, næsta
sumar, og GottfreS stundaSi auðvitaS fjárgeymsluna,
eins og hann hafði alt af gert áSur.
Eitt ár leiS — og tvö ár. Þá geróu þeir Vil-
hjálmur og. Karl, Jóhanni boS um aS kcma, og hann
fór líka. Ameríka var undraiand; þaS var alt satt,
sem sagt hafSi veriS um tækifærin til aS komast áfram
þar, og um kaupgjaldiS. Karl var giftur og átti hús
sjálfur í f jarlæga landinu, þar sem alt fiaut í mjólk og
hunangi. Þegar Gotlfreó halSi fylgt bróður sínum
úr garói og var að ganga upp brekkuna, þar sem hann
hafSi boriS kistuna hans meS honum fyrir stundu síS-
an, sagSi hann Lenchen, kærustunni sinni, sem enn þá
beiS eftir honum, og haíSi verið aS hjálpa honum aS
búa Jóhann aS heiman, frá því, hve margir vegir
væru opnir fyrir menn í Ameríku, og hve gott væri
aS vera þar, Hún blés þungan, þegar hún heyrSi