Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 138
128
ólafur s. thorgeirsson:
Allt bendir til ;þess, aö Daniel hafi fengið gott uppeldi, og
þótt hann ekki beinlínis gengi menntaveginn, þá samt er
hann fjölmenntaöur maöur. Hann lærði smjör- og ostagerö
í Billesborg, Thurbyholm, Hövdingsgaard og Ferslev í Dan-
mörku. Daniel fluttist til Bandaríkjanna í Norður-Ameríku
árið 1890; tók hann þá að stunda einvörðungu smjör- og
ostagerö. Um næstu átta ár stýrði hann smjörbúum í fylkj-
unum Illinois, Indiana og lowa. 'l'il Alberta flutti hann árið
1898, og tók þá við stjórn á smjörbúi í Edmonton, frá 1. apr.
til 10. jújlí 1899, en tók þá við forstöðu smjörbúsins í Mark-
ervill.e, sem hann liefir haft á hendi siðan.
Daniel nam land árið 1899, suður af Markerville, og
keypti þá um sama leyti annað land af Hudson’s Bay fjelag-
mu, og liggja lönd hans saman. Efndi hann þar til bólstað-
ar og bjó sjer myndarlegt heimili á skógi vaxinni hæð á suð-
urbakka Medicine árinnar, gagnvart Markerville bæ; hefir
hann lagt stund á hvorttveggja, kvikfjárrækt og akuryrkju,
og farnast hvorttveggja vel.
Daniel kvæntist 1. júlí 1902, ungfrú Hilmu Nyström, af
sænskunt ættum, fædd 1880; húsfrú Hilma Mörkeberg er
mikilhæf og góð kona, og hefir áunnið sjer velvild og vfrð-
ingu þeirra, sem hafa kynzt henni. Daniel Mörkeberg er
mikilhæfur maður og vel að sjer gjör um flest, hygginn og
ráðsvinnur og hinn traustasti til orða og athafna. Smjör-
gerðarmaður er hann umfram flesta sína samtíðarmenn, hef-
ir og fengið ágæta viðurkenningu í verðlaunum, er hafa ver-
iö veitt honum fyrir smjörgerð, sem hjer segir: 7 gullmedal-
íur, 2 silfurbikarar, 3 silfurmedalíur og 2 diplomas.
75. ÞÁTTUR.
SIRA PJETUR HJALMSSON. — Þótt að síra Pjetur
verði ekki beinlínis talinn landnámsmaður, þá samt þykir
hlíða að geta hans lijer, sem eins af merkustu mönnum
iivggðarinnar, er hefir haft meiri þýðingu fyrir sveit þessa,
en flestir landnámsmenn; hann gjörði einnig að bólstað sín-
um landnám eins af okkar elztu frumbyggjum, sem komið
var í auðn.
Síra Pjetur cr fæddur 15. maí 1863, að Norðtungu í