Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 149
ALMANAK 1914
139
Synir Hermanns Hillmann^,—sjá III. kaflaS 44. þátt—
iiámu lönd til vesturs frá landnámi fööur síns. Jón tvær
mílur fjær, en Jóhann fjórar.
Jón sonur Jónasar Jónssonar—sjá III. kafla, 47. þátt—
testi sjer land vestur frá Markerville 12 mílur, eigi langt frá
Jóni Þorvaldssytii. — Fri'ðrik sonur Kristjáns Jónssonar —
sjá IV. kafla, 71. þátt—nam land eigi langt frá fööur sínum;
hann keypti síðar land og setti saman bú á því. Friðrik
kvæntist Guðlínu dóttur Guðmundar Illugasonar—sjá III.
kafla, 45. þátt.
Þórður sonur Guðna Tómassonar—sjá IV. kafla, 58.
þátt—tók land eigi fjarri föður sínum; eptir Guðna látinn
settist Þórður á land föður síns og fór að húa með móður
sinni.
Sigurður sonur Kristjáns Sigurðssonar—sjá IV. kafla,
63. þátt—tók land n niilur vestur frá landnámi föður síns.
ENN FRÁ LANDNÁMI.
Vigfús bróðir Ófeigs Sigurðssonar landnámsmanns nam
land fjórar mílur suðvestur frá Markerville og bjó þar öðru-
hvoru, en sætti þesis á milli atvinnu og hafði þá land sitt
undir umsjón nágranna sinna, eða leigði þeirn það.
Sveinn Grímsson, bróðir Sigurðar Grímssonar land-
námsmanns, nam land í námunda við bróður sinn, og var
með honum hin fyrstu ár; en svo flutti Sveinn vestur að
Kyrrahafi og staðfestist þar.
Einar Jónsson, ættaður úr Reykjavík, stjúpsonur Grims
Steingrímssonar, nam land 6 inílur norðvestur frá Marker-
ville. Hann kvæntist Kristrúnu dóttur Sigtryggs landnáms-
manns Jóhannssonar. Einar bjó aldrei á landi sinu og átt:
það skanuna stund, en lógaði því fyrir bæjarjarðir í Calgary.
—Nú munu þeir flestir taldir, sem lönd hafa numið í
Alberta nýlendunni. Þó er einn landnemi ótalinn. Ólafur
Guðmundssím, Péturssonar. Ólafur flutti hingað frá Moun-
tain, N. D., árið 1900; nam hann land nálægt Burnt Lake i
grennd við Jóhann Sveinsson; bjó hann á landinu nokkur ár,
en flutti svo austur til Sask'. og er þar nú. — þrátt fyrir