Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 87
ALMANAK 1914.
77
eSa eitthvaS gengur öfugt heima á gamla landinu, og vel
trúi eg því, ef honum endist líf og heilsa, aö hann ætti eftir
a'ö sjá sólina roða um fjalltinda gamla fslands.
JÓN PÉTURSSON, bróðir Kristjáns, býr hjá honum;
hefir hann numiö land þar skamt frá. Hann flutti vestur
um haf 1903; hafði lengst um verið við verzlunarstörf
heima, síöast um nokkur ár hjá Grími Laxdal verzlunar-
stjóra á Vopnafirði, sem nú er bóndi i Foam Lake bvgð í
Sask. — Jón er greindur maður, fáskiftinn um annara hagi
og gæflyndur, hreinn qg góður drengur. og hefir alstaðar
áunnið sér hylli góðra manna í hvaða stöðu sem hann hefir
verið.
ÓLAPUR HBLGASON THORLACIUS, sonur Helga
Jónssonar bónda frá Skarfsstöðum í Dalasýslu, fer var
nokkur ár við verzlun á AkureyriJ. Helgi var sonur Jóns
bróður þeirra Guðmundar bónda á Hnjúki og séra Búa á
Prestbahka. Móöir Ólafs Thorlacíusar var Sigurbjörg Ól-
afsdóttir bónda í Fagradal innri á Skaröströnd, bróður
Árna Thorlacíusar umboðsmann í Stykkishólmi.
Ólafur Thorlacíus flutti vestur um haf 24 ára gamall
fnú rúmlega sextugurj frá Breiðafiröi. Var fyrst 10 ár '1
Dakota, fluttist þaðan til Álftavatnsbygðar í Manitoba og
bjó þar fá ár; norður fyrir Narrows flutti hann 1892 og
liefir búið þar síðan. Kona Ólafs er Guðrún Daðadóttir
bónda í Iiörðudal í Dalasýslu, var Daði bróðir Arngríms á
Smyrlahóli í sömu sveit. Móðir Guörúnar var norðlenzk að
ætt. Þau eiga 12 börn. Einn sonur Ólafs, Jón, hefir numið
land nálægt föður sínum. Ein dóttir, Sigríður, er gift, og er
maður hennar Hjörtur Hörðdal, sonur Jónii Jónssonar
Hörðdals frá Hóli í Hörðudal í Dalasýslu, Jónssonar hrepp-
stjóra á Hóli í Hörðudal. Jón býr í Álftavatnsbygð.
Ólafur Thorlacíus er oröinn vel efnaður þrátt fyrir
það þó hann hafi haft margmenna fjölskyldu fyrir að sjá.
Hann er fróöleiksmaður, ættfróður vel og íslenzkar endur-
minningar eiga í huga hans óþrjótandi forðabúr, sem hann
cr ótrauður að miðla öðrum úr, því honum er létt um mál-