Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 125
ALMANAK 1914.
115
Verzlun var hér fyrst mjög lítil. Fyrsti íslenzki verzl-
unarmaöurinn hér mun hafa verið B. Mathews. Síöar fóru
þeir aö verzla Helgi Einarsson viö Narrows, Stephan Steph-
ansson við Dog Creek og J. Kr. jónasson. Armstrong
Trading Co. setti upp stóra verzlun á Siglunesi 1911. Kaup-
ir þaö félag allan fisk hér og hefir veriö einvalda um verðið.
Nokkrir fleiri menn en hér háfa verið taldir, hafa tekið
sér bólfestu hér um stund, en ekki numið land. Ritarinn
veit nöfn sumra þeirra, en annara ekki, og þykir því réttast
að sleppa aö segja frá þeim öllum, enda mun þeirra aö lík-
indum flestra getiö í þáttum þeirra bygða er þeir staöfest-
ast í.
Er þá hér með lokið hlutverki því, er eg hafði á hendur
tekist um samning landnámsþátta Vestur-íslendinga. Bið
eg góða menn að viröa vel viðleitni mína að segja rétt frá
og óhlutdrægt, og þá, er betur vita', vildi eg biðja að leið-
rétta það, er missagt kann að vera, og senda leiðréttingar
smar til mín, eða útgefanda Almanaksins, herra Ólafs Thor-
geirssonar í Winnipeg.
EFTIRMÁLI:—Þegar eg hafði lokið þáttum þessum,
var mér bent á það, að árið 1912 hefðu nokkrir íslendingar
numið land 7 til 10 mílur norðvestur af Moose Horn Bay við
Manitobavatn. Mun þar fyrstur hafa numið land hr. Jón
Stefánsson, frá Gimli, og synir lians. Um landnám þetta
get eg ei meira sagt, vegna ókunnugleika, en tíminn orðinn
°f naumur til að leita upplýsinga áður en þættir þessir verða
Prentaðir.