Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 37
ÁLMANAK 1914
27
umræSum í stjórnmálum. Enginn hlutur er geróur
nú í dag eins og átti sár staS fyrir tuttugu árum. Líf-
iS í Bandaríkjum er ekki eins og þaS var fyrir tuttugu
árum, né heldur eins og þaS var fyrir tíu. Hags-
munalegar ástæSur hafa breyzt og skipulag lífsins tek-
iá nýjum stakkaskiftum. AtriSi, sem sett. voru í
stefnuskrá flokkanna fyrir tíu árum, eru öldungis úr-
elt nú. Mannfélagsskipu'lagió verSum vér að laga
eftir velferSar og hagsældarkröfum fjöldans. Ný
samtök og alls konar sambönd hafa htaSist upp eins
og hár veggur. Ný þjóS hefir skapast. Og gömlu
fötin fara henni illa.
Umsýslan er meS öSrum hætti en áður !). ÞaS
var sú tíó, aS um auSfélög var ekki aS tala. Nú eru
þau aSal-atriSiS. ASur ráku menn sig á einstakling-
inn í allri umsýslu. Nú er einstaklingurinn horfinn.
Nú eru allir þjónar einhvers auSfélags. Þó þú viljir,
getur þú nú ekki náS fundi þess, sem stefnu auSfélags-
ins ræSur. Þú veróur aS þjóna í blindni. ÁSur voru
þaS einstaklingarnir, sem áttust við. Nú eru þao
geisistór félög, sem alla umsýslu reka. Sú löggjöf,
sem vér lifum undir um vinnulýS og verkgefanda, eru
öll til orSin í gamalli tíó, og þess vegna úrelt og óhæf.
Verkgefandinn er nú sálarlaust umsýslufélag. Erind-
rekar félaga þessarra hafa hrúgaS saman fólki hundr-
uSum og þúsundum saman. Enginn veróur nokkuru
sinni var viS húsbónda sinn, heldur aS eins viS ráSs-
manninn, erindrekann. Verkgefandinn er heill hóp-
ur voldugra manna nú á dögum, en ekki einstaklingur.
En daglaunamaSurinn heldur áfram aS vera einstak-
lingur eftir skoSan laganna. Þaá er alt annaS en áS-
ur var. Þá umgengust húsbóndi og vinnumaSur dag-
lega hver annan. Enginn sér umsýslufélag fremur
en menn sjá landsstjórnina.
1) The Old Order Changeth.