Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Blaðsíða 109
ALMANAK 1914.
99
um í sömu sýslu. Kona Þorsteins er Þórdís Vigfúsdóttir,
Vgfússonar, Sigurössonar frá Flatey á Mýrum í sömu sýslu.
Þorsteinn flutti vestur uni haf frá Brú á Jökuldal í Noröur-
Múlasýslu áriö 1902. Hann bjó nokkur ár við Moóse Horn
Bay, en ekki veit ritarinn hvort hann nam land. Hann er
nú fluttur vestur á Kvrrahafsströnd.
SIGURÐUR SIGURÐSSON, bróöir Guðmundar Sig-
urössonar frá Ármúla, er áöur er um ritað. Kona Siguröar
er Jónina dóttir Halls frá Sleöbrjót, er áður er urn ritaö i
þessum þáttum. Siguröur flutti vestur um haf árið 1910
og hefir numiö land og býr við Moose Horn Bay.
BJÖRN bORLAKSSON bónda Jónassonar frá Græna-
vatni i Mývatnssveit í Þingeyjarsýslu. Móöir Björns er
Kristrún Pétursdóttir bónda í Reykjahlíð; er hún systir Sig-
urgeirs Péturssonar, er áður er um ritað í þessum þáttum.
Björn Þorláksson fluttist vestur um haf með foreldrum sín-
tim 1903 og ólst upp með þeim í Argyle-bygð. Flutti noröur
til Narrows 1908 og nam land við Moose Horn Bay. Sama
ár giftist hann Kristjönu dóttur áðurnefnds Sigurgeirs Pét-
urrsonar og fyrri konu Sigurgeirs, Hólmfríðar. Björn Þor-
láksson er efnilegur maður, hefir góða greind og er vinsæll
og vel metinn hvarvetna. Hann byrjaði bú meö litlum efn-
um og bygði sér þegar gott íbúðarhús, en er nú, fyrir sam-
taka dugnað þeirra hjónanna, komið svo hag hans, að hann
niá heita vel efnaður og útlit á hann verði einn með allra
nýtustu bændum bygðarinnar.
BENEDIKT DORLAKSSON, bróðir áður nefnds
F'jörns, hefir numið land við hlið bróður síns. Hann er víst
H>n niargt líkur bróður sínum, lætur lítið á sér bera, en er
Vel nietinn hvarvetna.
ÓLALUR MAGNOSSON frá Sleðbrjót í Jökulsárhlíð
1 Norður-Múlasýslu. Faðir Ólafs var Magnús Guðmunds-
son, er lengi bjó i Márseli í Jökulsárhlíð í Norður-Múla-
syslu, ættaður úr Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu. Móðir