Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 142
132
ÓI.AFUR S. TMORGEIRSSON !
igoi ; fór hann fyrst til íslenzku byggöarinnar í Argyle, en
þaöan til Alberta 1904. Nam Guðbjörn þá land 10 mílur
vcstur frá Markerville og bjó þar síðan. Guðbjörn er skyn-
samur maður, stiltur og gætinn og hinn ábyggilegasti maður
í hvívetna; liefir honum farnast hjer vel, og býr nú við góð-
an efnahag.
77. ÞÁTUR.
JÓN bORVALDSSON. — Bróðir Kristínar konu Hall-
dórs Ásmundssonar — sjá IV. Kafla, 73. þátt — og sjest þar
um ætt Jóns. Ekki er með vissu hægt að ákveða nær Jón
fór af íslandi, en sennilegast er að hann hafi þaðan flutt
árið 1901, en komið til Alberta 1902; þó skal þetta eigi full-
yrt. Jón er verkhagur maður og starfsamur; söngfróður og
sfjngmaður með þeim beztu í þeirri list. Jón nam land eigi
fjarri Guðbirni Sveinbjarnarsyni. cn eigi hefir hann búið á
þvi til þessa. Jón kvæntist ungfrú Sezelíu dóttur Ófeigs
Sigurðssonar laridnámsmanns —sjá II. Kafla, 22. þátt. —
Eftir það flutti hann til Calgary og settist þar að.
78. ÞÁTTUR.
S/GURDUR FINNSON. — Maður er nefndur Finnur;
Hann var sonur Eiríks bónda í Álptavík við Borgarfjörð,
austan á íslandi; Finnur átti konu þá er Sigurlaitg hjet og
var hún Sigurðardóttir, ættuð úr Eiðaþinghá. Finnur og
kona hans áttu fimm börn, er náðu fullorðinsárum. Bræð-
urnir fjórir og systirin ein. Elztur þeirra var Sigurður, sent
Jiessi þáttur er af, þar næst Eirikur, Þórður og Sigfinnur, en
systir þeirra hjet Gróa. Eiríkur lærði timhursmíði og sigldi
til Noregs, og stundaði þar smíðar; drukknaði þar eftir fárra
ára veru; ekkja hans lifir með tveim börnum þeirra suður
i Minnesota, U. S. Sigfinnur er suður á Pembina-fjöllum í
Cavalier sýslu, U.S., en Þórður er dáinn. — Sigurður Finns-
son lagöis) í siglingar ungur að aldri, og kom eigi til íslands
um sex ára tíma. Hann var í sjóferðum meðfram Noregi,
Danmörku, Skotlandi og Færeyjum. Á þeim ferðurn lærði
Sigurður Norðurlanda tungumálin; er svo sagt, að hann
kunni sum þeirra vel, Eftir sex ár strandaði skipið, er Sig-